Riffilkeppni á Álfsnesi á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 13. maí 2015 21:41

60sk skytta2015 60sk 16mai ridlar2015alfsnsius01

Keppt verður í 50 metra keppninni 60skot liggjandi með cal.22lr rifflum á Álfsnesi á laugardaginn. Notaðar verða nýju SIUS tölvugræjurnar sem verða notaðar á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. Keppni hefst kl.10:00, en keppendur eru 10 talsins þannig að aðeins er keppt í einum riðli. Lokað verður fyrir aðra skotfimi í riffilskýlinu á meðan keppni stendur yfir og þar til búnaðurinn hefur verið tekinn niður eftir keppnina.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir komst í gegnum niðurskurðinn í dag Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 13. maí 2015 21:07

Ásgeir Sigurgeirsson komst í gegnum niðurskurðinn á heimsbikarmótinu í USA í dag. Hann skaut 540 stig í frjálsu skammbyssunni og keppir því í aðalkeppninni á morgun.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir á morgun í USA Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 12. maí 2015 22:31

asgsig01 005Ásgeir Sigurgeirsson er nú kominn til USA nánar tiltekið á heimsbikarmótið í Fort Benning sem hefst á morgun. Hann keppir í frjálsri skammbyssu á miðvikudaginn að kl.15:45 að ísl.tíma og á fimmtudaginn kl.13:15 ef allt gengur að óskum. Mánudaginn 18.maí keppir hann svo í loftskammbyssu kl.14:15. Dagskrá mótsins er hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
50 metra battinn kominn upp Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 12. maí 2015 22:15

2015 alfsnes 50m batti 022015 alfsnes 50m battip5120068Þá er 50 metra battinn sem tölvubrautirnar verða hengdar á, komnar upp og tilbúnar fyrir SIUS.

AddThis Social Bookmark Button
 
Christensenmótinu lokið Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 07. maí 2015 07:50

2015 christensenmot 6 april2015chr123riff2015chr123skb2015chrallirÁ Christensenmótinu var keppt í sameiniuðum karla-og kvennaflokki. Í Loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 580 stig, annar varð Thomas Viderö með 563 stig og þriðji Nicolas Jeanne. Í loftriffli sigraði Íris Eva Einarsdóttir með 609,6 stig, í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með 590,1 stig og þriðji varð Guðmundur Helgi Christensen með 584,7 stig. Myndir frá mótinu koma hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Chrsitensen mótið á miðvikudaginn kl 17 Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 04. maí 2015 17:15

Minnum alla á Christensen-mótið sem haldið verður að venju í Egilshöllinni á miðvikudaginn kemur 6.maí og hefst það kl.17. Skotmenn þurfa að byrja á tímanum kl. 17 til 19:30. Keppt er í opnum flokki í loftskammbyssu og loftriffli, 60 skot. Hér eru úrslit mótsins í fyrra.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>

Síða 120 af 295

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing