Miðvikudagur, 13. maí 2015 21:41 |
  
Keppt verður í 50 metra keppninni 60skot liggjandi með cal.22lr rifflum á Álfsnesi á laugardaginn. Notaðar verða nýju SIUS tölvugræjurnar sem verða notaðar á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. Keppni hefst kl.10:00, en keppendur eru 10 talsins þannig að aðeins er keppt í einum riðli. Lokað verður fyrir aðra skotfimi í riffilskýlinu á meðan keppni stendur yfir og þar til búnaðurinn hefur verið tekinn niður eftir keppnina.
|
|
Miðvikudagur, 13. maí 2015 21:07 |
Ásgeir Sigurgeirsson komst í gegnum niðurskurðinn á heimsbikarmótinu í USA í dag. Hann skaut 540 stig í frjálsu skammbyssunni og keppir því í aðalkeppninni á morgun.
|
Þriðjudagur, 12. maí 2015 22:31 |
Ásgeir Sigurgeirsson er nú kominn til USA nánar tiltekið á heimsbikarmótið í Fort Benning sem hefst á morgun. Hann keppir í frjálsri skammbyssu á miðvikudaginn að kl.15:45 að ísl.tíma og á fimmtudaginn kl.13:15 ef allt gengur að óskum. Mánudaginn 18.maí keppir hann svo í loftskammbyssu kl.14:15. Dagskrá mótsins er hérna
|
Þriðjudagur, 12. maí 2015 22:15 |
 Þá er 50 metra battinn sem tölvubrautirnar verða hengdar á, komnar upp og tilbúnar fyrir SIUS.
|
Mánudagur, 04. maí 2015 17:15 |
Minnum alla á Christensen-mótið sem haldið verður að venju í Egilshöllinni á miðvikudaginn kemur 6.maí og hefst það kl.17. Skotmenn þurfa að byrja á tímanum kl. 17 til 19:30. Keppt er í opnum flokki í loftskammbyssu og loftriffli, 60 skot. Hér eru úrslit mótsins í fyrra.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 120 af 295 |