|
|
Laugardagur, 02. maí 2015 18:19 |
Á Landsmóti STÍ sem haldið var á Álfsnesi í dag sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 45+4+9 stig, í öðru sæti varð Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV með 42+5+4 stig. Í þriðja sæti varð svo Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 29+7+4 stig. Í fjórða sæti varð Eva Ó. Skaftadóttir úr SR með 39+3+3 stig. Í 5.sæti hafnaði Lísa Óskarsdóttir úr SR með 23+6 stig. Keppni í karlaflokki stendur yfir í tvo daga en staðan eftir fyrir daginn er þannig að Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar Hauksson eru efstir og jafnir með 69 stig af 75 mögulegum en þeir keppa báðir fyrir Skotfélag Reykjavíkur, þar á eftir með 65 stig Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar og síðan jafnir með 64 stig eru þeir Hákon Þ.Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar. Í liðakeppninni eru tvo lið skráð til leiks og er lið SR með 193 stig og lið SA með 180 stig eftir fyrri daginn. Á morgun verða skotnir tveir hringir og svo úrslit eftir það. Slatti af myndum hérna.
|
Miðvikudagur, 29. apríl 2015 17:26 |
Hér er riðlaskiptingin á landsmótinu í skeet um helgina á Álfsnesi. Opið er fyrir æfingar keppenda kl. 10 - 16 þann 1.maí
|
Mánudagur, 27. apríl 2015 16:27 |
Fyrra úrtökumótið fyrir Smáþjóðaleikana í vor, í haglabyssugreininni Skeet, fór fram á Álfsnesi á laugardaginn. Efstir og jafnir voru Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar hauksson, en báðir keppa þeir fyrir Skotfélag Reykjavíkur, með 110 stig, í þriðja sæti var Guðmann Jónasson úr Skotfélaginu Markviss með 100 stig. Í fjórða sæti Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar, fimmti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 97 stig og sjötti varð Kjartan Örn Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 90 stig. Um næstu helgi fer svo fram Landsmót STÍ á Álfsnesi og ræðst þar hvaða tveirÂÂ skotmennÂÂ keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í júní.
|
Sunnudagur, 26. apríl 2015 17:48 |
Jórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í 60 skotum liggjandi riffli í dag með 614,2 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 605,2 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR varð þriðja með 557,2 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þ.Sigurðsson úr SFK á nýju Íslandsmeti 622,2 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 615,3 stig og Arnfinnur A. Jónsson úr SFK varð þriðji með 608,8 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð í þriðja sæti í liðakeppninni með innaborðs þá Guðmund Helga , Þorstein B. Bjarnarson og Þóri Kristinsson með 1,796.2 stig. A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði á nýju Íslandsmeti 1,836.9 stig og sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1,806.8 stig. Nánari fréttir eru á heimasíðu mótshaldara SFK.
|
Laugardagur, 25. apríl 2015 15:33 |
            Íslandsmótið í Loftskammbyssu og Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 401,7 stig en í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 391 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 587,3 stig, í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 556,2 stig og í þriðja sæti varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SR með 554,2 stig.
Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti, 1641,9 stig með innanborðs þá Guðmund Helga, Sigfús Tryggva og Þorstein Bjarnarson. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 370 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 341 stig og í þiðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 325 stig. Í Loftskammbyssu kvenna í unglingaflokki sigraði Margrét Skowronski úr SR með 318 stig en í öðru sæti og jafnframt Íslandsmeistari varð Dagný R. Sævarsdóttir úr SFK með 283, þar sem Margrét er bandarískur ríkisborgari.
Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 570 stig, annar varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 551 stig og í þriðja sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 548 stig.
Í liðakeppni í loftskammbyssu karla varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistarar með 1,648 stig en í sveitinni voru Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Helgi Christensen og Guðmundur Kr. Gíslason. Í öðru sæti var A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,631 stig en í henni voru Ívar Ragnarsson, Nicolas Jeanne og Stefán Sigurðsson. Í þriðja sæti varð B-sveit SFK með innaborðs þá Jón Þór Sigurðsson, Ólaf Egilsson og Jóhann A. Kristjánsson.
Eins voru Íslandsmeistarar í flokkum krýndir en þeir voru í loftskammbyssu karla, Ásgeir Sigurgeirsson úr SR í meistaraflokki, Ívar Ragnarsson úr SFK í 1.flokki, Ólafur Egilsson úr SFK í 2.flokki, Jón Þór Sigurðsson úr SFK í 3.flokki og í 0.flokki Gísli Þorsteinsson úr SFK. Í loftskammbyssu kvenna varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari í meistaraflokki, Guðrún Hafberg úr SFK í 1.flokki, Þuríður E. Helgadóttir í 0.flokki og Dagný R. Sævarsdóttir í unglingaflokki.ÂÂ Í loftriffli karla varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari í meistaraflokki, Sigfús Tryggvi Blumenstein úr SR í 1.flokki, Theódór Kjartansson úr SK í 2.flokki, Þorsteinn B. Bjarnarson í 3.flokki og Arnar H. Bjarnason úr SFK í unglingaflokki. Íslandsmeistari í meistaraflokki í loftriffli kvenna varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR. Myndir frá mótinu eru aðgengilegar hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 121 af 295 |
|
|
|
|