Ásgeir í 28.sæti á EM í Slóveníu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 25. júlí 2015 21:46

fp50siluetÁsgeir Sigurgeirsson var að ljúka keppni í frjálsri skammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Slóveníu. Hann átti frekar slakan dag  en endaði samt í 28.sæti af 60 keppendum. Skorið var 541 stig (93 93 86 86 92 91) sem er töluvert frá hans besta.

AddThis Social Bookmark Button
 
Siddi í 21.sæti á EM í SLóveníu Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 22. júlí 2015 14:23

sigunnhauks01 003hakthsvav01 004Sigurður Unnar Hauksson endaði í 21.sæti á Evrópumeistaramótinu í Slóveníu. Hann skaut afburða vel og náði sínu besta skori, 119 stig af 125 mögulegum í Ólympísku Skeet-haglabyssugreininni. Hringirnir voru þannig 24 25 22 23 25 en 25 er fullt hús. Hann er að keppa sem fullorðins í fyrsta sinn á þessu ári en hann er 21 árs. Frábær árangur hjá honum og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á Heimsmeistaramótinu á Ítalíu í september n.k. Hákon Þ. Svavarsson endaði í 48.sæti með 115 stig og voru hringirnir þannig 24 22 22 23 24. Skorblaðið er hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
EM í Slóveníu hafið Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 21. júlí 2015 09:58

Evrópumeistaramótið í Slóveníu er nú hafið. Íslenskir keppendur eru í skeet þeir Hákon Þ. Svavarsson og Sigurður Unnar Hauksson. Ásgeir Sigurgeirsson keppir svo í frjálsri skammbyssu. Uppfært: Fyrsti hringur í skeet búinn, bæði Hákon og Siddi með 24 dúfur. Uppfært: Siddi er með 71 dúfu (24-25-22) og Hákon með 68 dúfur (24-22-22) eftir fyrri daginn. Nánar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Hlað-mót laugardaginn 25. júlí á riffilvellli... Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 20. júlí 2015 12:07

Hlað heldur tvö mót á riffilvellinum á laugardaginn, 25. júlí nk. Hlað-Zeiss- og Big-bore mótin. Mótin verða haldin frá kl 10:00 til 14:00, og verður lokað fyrir aðra starfsemi í skotskýlinu á meðan. Opnað verður fyrir almenna notkunn í skýlinu kl 14:00. Allar upplýsingar um mótin er að finna á heimasíðu hlad.is og eða hjá Hlað.

Skráning í mótin fer fram í Hlað Bíldshöfða 12.

AddThis Social Bookmark Button
 
Örn endaði með 117 í Kaupmannahöfn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 28. júní 2015 19:37

2015gsseskeetorn1Íslandsmethafinn Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur hafnaði í 11.sæti af 52 keppendum á Copenhagen Grand Prix mótinu í haglabyssugreininni skeet sem lauk í Kaupmannahöfn í dag. Hann náði 117 stigum af 125 mögulegum (23 25 23 24 22). 118 stig þurfti til að komast í úrslit þannig að litlu munaði að hann keppti til úrslita.

AddThis Social Bookmark Button
 
Örn keppir í Kaupmannahöfn um helgina Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 27. júní 2015 09:38

Um helgina fer fram Grand Prix mót í Kaupmannahöfn í haglabyssugreininni skeet og er Örn Valdimarsson þar á meðal keppenda.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>

Síða 116 af 295

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing