Laugardagur, 27. júní 2015 08:46 |
Ásgeir Sigurgeirsson komst í úrslit í frjálsri skammbyssu og varð í 5.sæti á fyrstu Evrópuleikunum í Bakú í Azerbajan í síðustu viku. Eins keppti hann í loftskammbyssu og endaði þar í 22.sæti. Hákon Þ.Svavarsson keppti í haglabyssugreininni skeet og hafnaði í 28.sæti. Nánar á heimasíðu keppninnar hérna.
|
|
Laugardagur, 06. júní 2015 08:54 |
3.júní. Keppni er lokið í loftskammbyssu karla í Íþróttahúsinu Hátúni en þar stóð Monacobúinn, Boris Jeremenko uppi sem sigurvegari. Jeremenko tókst að komast upp fyrir Ívar Ragnarsson á síðustu skotunum en Ívar hafði verið í forystu megnið af lokakeppninni. Jeremenko skoraði 193,6 stig í lokakeppninni en Ívar 190.7. ívar hreppti því annað sætið í greininni en Thomas Viderö varð í þriðja sæti með 171,7 stig.
|
Laugardagur, 06. júní 2015 08:52 |
3.júní. Loftskammbyssukeppni kvenna var spennandi í dag. Jórunn Harðardóttir sótti í sig veðrið seinni hluta úrslitakeppninnar og endaði að lokum með silfrið með 188,5 stig en Sylvie Schmit frá Luxemborg vann gullið með 191,8 stig. Bronsið féll í hlut Carine Canestrelli frá Mónakó. Guðrún Hafberg keppti einnig fyrir okkur en komst ekki í úrslit að þessu sinni. Guðrún er elsti keppandi leikanna en hún varð sextug á árinu.
|
Laugardagur, 06. júní 2015 08:50 |
4.júní. Eric Lanza frá Monaco sigraði í 50metra riffli á Smáþjóðaleikunum með 205 stigum í lokakeppninni (Final) Jón Þór Sigurðsson varð í 2. sæti, einungis einu og hálfu stigi á eftir Lanza. Þriðja sætið féll Íslendingum einnig í skaut en því náði Guðmundur Helgi Christensen með 182,4 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 117 af 295 |