Sunnudagur, 15. júní 2025 20:05 |
Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting var haldið á skotvöllum Skotfélags Akureyrar um helgina. Guðni Þorri Helgason úr SR sigraði með 182 stig, Jóhann Ævarsson úr SA varð annar með 174 stig og í þriðja sæti hafnaði Gunnar Þór Þórarnarson með 172 stig eftir bráðabana við Theódór Þórólfsson sem einnig keppti fyrir SA. Nánar á www.sti.is
|
Miðvikudagur, 11. júní 2025 16:23 |
Opið verður á skotsvæðinu á Álfsnesi á morgun fimmtudaginn 12.júní kl.16-21.
 Prófdómari hreindýraprófa verður á staðnum og þarf því ekki að panta tíma. Nánar um fyrirkomulag hér til hliðar
|
Laugardagur, 17. maí 2025 14:37 |
Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistarar urðu Jórunn Harðardóttir úr SR í kvennaflokki og Ívar Ragnarsson í karlaflokki. Nánar hérna.
|
Föstudagur, 16. maí 2025 11:32 |
Vegna Landsmóts STÍ í haglabyssu verður lokað á haglabyssuvöllunum á morgun, laugardag, en opið á riffilvellinum.
|
Fimmtudagur, 15. maí 2025 10:54 |
Fyrsta haglabyssumót ársins á Álfsnesi fer fram um helgina. Mótið nefnist Vormót SR og er það fullgilt STÍ mót til flokka og meta. Hér má sjá riðlaskiptinguna.
|