Jórunn, Margrét og Ásgeir unnu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. nóvember 2015 19:04

2015 loftbyssa landsmot 14 novÁ landsmóti STÍ í loftbyssugreinunum sem haldið var í Borgarnesi í dag, sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR í loftskammbyssu karla með 575 stig, annar varð Thomas Viderö úr SFK með 555 stig og Kristján V.Pálsson úr SKV varð þriðji með 519 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 372 stig, Bára Einarsdóttir úr SFK varð önnur með 361 stig og í þriðja sæti varð Berglind Björgvinsdóttir úr SKA með 357 stig. Í unglingaflokki sigraði Margrét Skowronski úr SR með 337 stig og Dagný R.Sævarsdóttir úr SFK varð önnur með 332 stig. Bæði þessi skor eru hærri en gildandi Íslandsmet. Í loftriffli hlaut Theodór Kjartansson gullið í karlaflokki með 549,7 stig og Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki með 380,0 stig. Íris E.Einarsdóttir féll úr leik eftir að riffill hennar bilaði.

AddThis Social Bookmark Button