Skotíþróttamenn ársins 2015 Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 22. desember 2015 09:38

Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2015 :


asgeirsigurgbikarSkotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur

Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis.
Hann komst í úrslit á fjórum stórmótum á árinu. Hann fékk bronsverðlaun á Opna IWK mótinu í München í janúar, varð í 8.sæti á fyrri degi IWK mótsins í München, varð í 5.sæti á fyrstu Evrópuleikunum í Bakú í Azerbaijan og varð einnig í 5.sæti af 85 keppendum á Heimsbikarmótinu í Changwon í Kóreu.
Ásgeir er sem stendur í 25.sæti á heimslistanum en hann fór þar hæst í 13.sæti á árinu. Hann er í 12.sæti á Evrópulistanum en þar fór hann hæst í 5.sæti á árinu.

jorunhardarbikar copySkotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur

Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.
Jórunn jafnaði Íslandsmetið í loftskammbyssu og setti einnig nýtt Íslandsmet í loftskammbyssu með final. Hún varð Íslandsmeistari í 50m liggjandi riffli, þríþraut með riffli og í Loftskammbyssu. Hún vann til silfurverðlauna í Loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík og varð einnig í 5.sæti í Loftriffli á sömu leikum. Hún varð í 34.sæti af 59 keppendum á Evrópumeistaramótinu í Hollandi. Jórunn er sem stendur í 107.sæti á Evrópulistanum en hún fór þar hæst í 75.sæti á árinu.

AddThis Social Bookmark Button