Fimmtudagur, 26. febrúar 2015 16:44 |
Um helgina verða haldin tvö landsmót STÍ í Egilshöllinni. Á laugardaginn verður keppt í Sport skammbyssu og á sunnudaginn í Grófri skammbyssu. Riðlaskipðtingu og keppnislista má sjá hérna fyrir GRÓFBYSSUNA og hérna fyrir.. SPORTBYSSUNA. Keppnisæfing fyrir Sport skammbyssukeppendur er kl. 18 - 19:30 á föstudag og fyrir Grófbyssukeppendur kl. 14 - 15:30 á laugardag.
|
|
Fimmtudagur, 26. febrúar 2015 15:17 |
Lokað á Álfsnesi í dag.. !!
|
Miðvikudagur, 18. febrúar 2015 07:59 |
Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu verður haldið í Egilshöllinni á laugardaginn. Keppt verður í tveimur riðlum sem hefjast kl. 10 og 12. Keppnislistinn er kominn hérna til hliðar. Keppt er með 22ja kalibera skammbyssum og skotið á 50 metra færi alls 60 skotum. Keppnistíminn er 90 mínútur.
|
Mánudagur, 16. febrúar 2015 13:08 |
Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í 60sk liggjandi riffli var haldið í Digranesi á laugardaginn. Tveir keppendur mættu til leiks í kvennaflokki og þar hafði Jórunn Harðardóttir sigur á Írisi Evu Einarsdóttur sem var að keppa í sínu fyrsta 50m liggjandi móti. Íris var að gera góða hluti enda ekki alls óvön gatasigtunum. Íris Eva skoraði 587.1 stig en Jórunn, sigurvegarinn, lauk keppni á 605,3 stigum. Þær stöllur kepptu báðar fyrir hönd Skotfélags Reykjavíkur. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson, Skotfélagi Kópavogs. Jón þór skoraði 615.7 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur á 613,4 stigum. Arnfinnur Auðunn Jónsson, Skotfélagi Kópavogs, varð svo í þriðja sæti með 611.8 stig. Í liðakeppninni sigraði A sveit Skotfélags Kópavogs með 1832,7 stig en sveitina skipuðu þeir Jón Þór, Arnfinnur auk Stefáns Eggerts Jónssonar. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð í öðru sæti með 1796,9 stig. Sveitina skipuði Valur Richter, Ívar Már Valsson og Guðmundur Valdimarsson. Sveit Skotfélags Reykjavíkur hreppti svo þriðja sætið á 1789.0 stigum en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson.
|
Laugardagur, 14. febrúar 2015 11:38 |
Vegna veðurs verður lokað á Álfsnesi um helgina :(
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 127 af 295 |