Skotsvæðið á Álfsnesi lokað Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 19. desember 2025 14:05

Lokað er á skotsvæði okkar á morgun laugardaginn 20.des. Verðum næst með opið laugardaginn 27.desember en svo kemur stopp í opnanir, þar sem bráðabirgðaleyufið okkar rennur út um áramótin. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur öll nauðsynleg gögn í höndunum til þess að gefa út tillögur að starfsleyfi. Við gerum okkur vonir um að drög að nýju starfsleyfi verði auglýst í byrjun janúar svo ekki komi til stöðvunar á starfseminni enn og aftur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Úlfar og Elísabet með gull Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. desember 2025 08:50

ap 13des25Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í keppni með loftskammbyssu og loftriffli fór fram í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni í dag. Í loftskammbyssu sigraði Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 552 stig, Bjarki Sigfússon úr sama félagi varð annar með 540 stig og Magnús Ragnarsson úr Skotíþróttafélaginu Skyttur varð þriðji með 534 stig. Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut gullið í unglingaflokki með 507 stig.

ar 13des25Í keppni með loftriffli sigraði Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 561,1 stig, í öðru varð Sigurbjörn J. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 557,3 stig og Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar varð þriðji með 548,9 stig. Í unglingaflokki fékk Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 546,1 stig. Nánari úrslit má nálgast á https://sti.is/2025-2026/og myndir frá mótinu hérna:https://www.facebook.com/Skotfelag.Reykjavikur

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í loftbyssu á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 11. desember 2025 15:10

asgsig01 005jorunn riff 2013 gkg_5838Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn 13.desember og hefst keppnin kl. 09:00. Ráslistarnir eru komnir á STÍ-síðuna hérna.

Fylgjast má með gangi mála hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Úlfari í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. nóvember 2025 12:16

2025 lmot_50m_3p_30nov_sr_allirLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í keppni með riffli, liggjandi,krjúpandi og standandi, á 50 metra færi með opnum sigtum, var haldið í Egilshöllinni í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði með 537 stig, Leifur Bremnes úr SÍ varð annar með 522 stig og í þriðja sæti hafnaði Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS einnig með 522 stig, en Leufur var með 9 x-tíur en Lára með 7 x-tíur. Úlfar Sigurbjarnarson úr SR hlaut gullið í unglingaflokki á nýju Íslandsmeti, 518 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón Þór sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 29. nóvember 2025 14:01

jonthormriffilsiusLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í keppni með riffli, liggjandi, á 50 metra færi með opnum sigtum, fór fram í Egilshöllinni í dag. Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs (SFK) sigraði með 625,1 stig, Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar (SÍ) varð annar með 618,2 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Valdimarsson úr sama félagi með 609,6 stig. Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur (SR) hlaut gullið í unglingaflokki með 574,7 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1828,3 stig, A-sveit SFK varð önnur með 1788,1 stig og sveit SR þriðja með 1762,3 stig. Nánar má sjá skorin hérna.https://sti.is/2025-2026/

AddThis Social Bookmark Button
 
Riffilmót um helgina í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 28. nóvember 2025 12:01

Tvö landsmót STÍ fara fram í Egilhöllinni um helgina. Sjá má riðlaskiptinguna hérna: https://sti.is/2025-2026/

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 299

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing