Pétur sigraði á Landsmótinu í Þorlákshöfn Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 17. maí 2021 09:39

ptg 16mai2021Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Landsmóti STÍ í Skeet sem fram fór í Þorlákshöfn um helgina.

Frétt frá STÍ:

Landsmót STÍ fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Í skeet keppni karla sigraði Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 50 stig (117) annar varð Jakob Þór Leifsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 43 stig (108), og í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon frá Skotíþróttafélagi Akureyrar með 35 stig (111).
Einn keppandi mætti í unglingaflokki, og var það Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar en skor hans var 80 stig.
Í kvennakeppninni sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 100 stig í , í öðru sæti varð María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 97 stig og í þriðja sæti varð Rósa Björg Hema úr Skotíþróttafélagi Akureyrar með 60 stig. Þar sem konurnar voru bara 3 var ekki skotinn finall.
Sjá má nánar um skor manna á úrslitasíðunni á www.sti.is
AddThis Social Bookmark Button
 
Útlit skotvallarins í Lonato á Ítalíu Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 10. maí 2021 17:44

lonato aftanlonato framanlonato skotmadurlonato yfirlitsmyndÁ þessum myndum má sjá hvernig Ítalir byggja utan um skotíþróttavelli sína. Þetta er einn stærsti skotvöllur í Evrópu sem staðsettur er í Lonato á Ítalíu. Þetta er draumastaðan á Álfsnesi, fullkomnir keppnisvellir fyrir Ólympískar skotíþróttir.

AddThis Social Bookmark Button
 
Keppni í Skeet á WC í Lonato á Ítalíu Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 10. maí 2021 14:21

skeet silhÞá er keppni lokið í einstaklingskeppninni á Heimsbikarmótinu í Skeet á Ítalíu. Hákon Þ. Svavarsson hafnaði í 64.sæti af 112 keppendum með 116 stig (24-24-22-23-23), Stefán G. Örlygsson í 99.sæti með 108 stig (23-21-23-21-20). Í kvennakeppninni varð Helga Jóhannsdóttir í 51.sæti af 53 keppendum með 83 stig (18-17-15-13-20) og Dagný H. Hinriksdóttir einnig með 83 stig (18-18-17-15-15). Þau keppa svo í parakeppninni á miðvikudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Pétur jafnaði Íslandsmetið í Hafnarfirði Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. maí 2021 16:20

Pétur T. Gunnarsson vann gullið og Daníel H Stefánsson bronsið á Landsmótinu í Skeet sem haldið var í Hafnarfirði í dag. Einnig jafnaði Pétur Íslandsmetið í final, 56 stig. Nánar á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Samningur vegna Álfsness Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 05. maí 2021 14:18

Samningur Skotfélags Reykjavíkur (SR), elsta íþróttafélags landsins, og Reykjavíkurborgar um aðstöðu á Álfsnesi er nú runninn út. Við höfum óskað eftir framlengingu til næstu ára og að svæðið komist inná framtíðarskipulag Reykjavíkurborgar.

Á Álfsnesi er útiaðstaða félagsins þar sem æfingar og innlendar og alþjóðlegar keppnir eru haldnar, auk þess svæðið hefur verið notað til verklega skotprófa vegna hreindýraprófa Umhverfisstofnunar og skotvopnanámskeiða Ríkislögreglustjóra. Mikill fjöldi félagsmanna auk utanfélagsmanna notar svæðið að staðaldri og eru félagsmenn SR í fremsta flokki afreksíþróttafólks í skotfimi á landinu og hafa keppt á Ólympíuleikum, Heimsmeistara-, Heimsbikar- og Evrópumeistaramótum á síðustu árum.

 

Reiknað var með að svæði þetta á Álfsnesi yrði varanlegt skotsvæði Reykvíkinga til frambúðar. Leitað hafði verið að svæði í mörg ár þar til Álfsnesið fannst og ákveðið að eyða í það hundruðum milljóna til að gera það sem glæsilegast úr garði. Félagið hefur þó fullan skilning á því að nýta þurfi Álfsnesið að hluta undir Sundabraut, iðnaðarhúsnæði eða hvað annað sem þolir þann vindstyrk sem þar getur orðið. Ef finna þarf félaginu annað svæði innan borgarmarkanna til framtíðar leggjum við á það áherslu að félagið komi að þeirri leit nú þegar og að sú aðstaða sem félaginu stendur til boða verði að fullu uppbyggð áður en kemur að lokun á núverandi svæði þess á Álfsnesi.

 

Nú liggur fyrir ný skýrsla Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um skotsvæðið þar sem settar eru fram mælingar á blý- og hávaða.

Blýmengun er þar talin töluverð þrátt fyrir að síðustu ár hafi nær eingöngu verið notuð stálhögl í skotum fyrir haglabyssur. Notkun á haglabyssuskotum sem innihalda blý verður alfarið bönnuð eftir áramótin. Samkvæmt upplýsingum innflytjenda þá hafa nánast eingöngu verið flutt inn haglaskot sem innihalda stál í stað blýs undanfarin 8-9 ár hið minnsta. Fyrstu árin eftir opnun svæðisins var framboð á stálhöglum afar lítið en það breyttist fljótlega og verðið á þeim var þá töuvert lægra heldur en á blýskotum. Í þeirri haglabyssugrein sem við stundum hvað mest, Ólympískt Skeet, eru stálhögl fyllilega hæf þar sem færin eru mjög stutt. Blýskot draga lengra og hafa betri broteiginleika en eftir því sækjast keppendur í öðrum haglagreinum frekar. Á stórmótum erlendis er notkun á blýskotum afar mikil og því gætu okkar afreksíþróttafólk þurft að æfa sig erlendis með blýskotum fyrir stórmótin.

Niðurstöður hljóðmengunarmælinga norðanmegin við Kollafjörðinn voru þannig að hæsta jafngildishljóðstig mældist 53dB við Skriðu/Stekk en lægsta við Móaberg, 44dB. Svæðið norðanmegin við Kollafjörðinn er samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar skilgreint sem iðnaðarsvæði (landbúnaðarsvæði) þar sem leyfilegt hámark hljóðmengunar er 70dB samkvæmt reglugerð nr.724/2008. Mæld hljóðmengun er því vel innan við leyfilegt hámark miðað við skilgreiningu landnýtingar fyrir svæðið.

Í skýrslu Heilbrigðiseftirlitsins er hins vegar ekki farið eftir skilgreiningu Aðalskipulags svæðisins og í staðinn er svæðið norðan Kollafjarðar skilgreint íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæði! þar sem hávaðamörkin eru við 45dB! Reyndar eru hávaðamörk fyrir íbúðarhúsnæði á verslunar-, þjónustu- og miðsvæðum líka gefin upp í reglugerðinni, eða 55dB, og eru mælingar Heilbrigðiseftirlitsins innan við það hámark.

Tillögur Heilbrigðiseftirlitsins um opnunartíma starfsemi félagsins á Álfsnesi í drögum að nýju starfsleyfi eru unnar út frá þessum hljóðmælingum og viðmiðum fyrir íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæði í staðinn fyrir iðnaðarsvæði. Gera þær ráð fyrir mun styttri opnunartíma en hefur hingað til hefur verið inni í starfsleyfi svæðisins en samkvæmt tillögunum er leyfð opnun á svæðinu kl. 10-19 mánudaga til fimmtudaga og um helgar er aðeins leyfð opnun á laugardögum frá kl. 10-16.

Í ljósi þess að við rekum íþróttafélag sem stundar m.a. Ólympískar skotgreinar, er okkur bráðnauðsynlegt að halda svæðinu opnu eins mikið og kostur er til að iðkendur okkar geti haldið áfram að stunda íþróttina og halda áfram þeim góða árangri sem þeir hafa sýnt innanlands og utan. Iðkendur eru alla jafna í vinnu til kl. 17-18 alla daga en eiga svo margir hverjir frí um helgar, þannig að nauðsynlegt er að lengja opnunartíma virka daga sem og um helgar til að þeir geti nýtt sér aðstöðuna. Í fyrra starfsleyfinu var heimil opnun til kl. 22 virka daga yfir sumartímann og til kl. 18 á laugardögum. Við höfðum þó ávallt aðeins opið til kl. 21 á virkum dögum og til kl.16 á laugardögum.

Einsog allir sem nálægt Álfsnesi koma er mjög algengt að loka þurfi svæðinu vegna hvassviðris. Vindhviður yfir 20 m/sek eru þar mjög algengar og höfum við t.d. haft þá reglu að ef vindstyrkur er yfir 15 m/sek þá lokum við. Við höfum haft heimild til að færa opnun yfir á sunnudag ef loka þarf á laugardegi.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur nú birt sína tillögu að starfsleyfi félagsins á vef sínum og er slóðin þessi.

Við trúum því og treystum að Borgarstjórn sjái til þess að við Reykvíkingar sem stundum skotíþróttir höfum til þess aðstöðu til framtíðar. Á Álfsnesinu væri hægt að búa þannig um hnútana að friður skapist um svæðið t.d. mætti hækka allar manir verulega og byggja jafnvel yfir riffilvöllin svo öllum hávaðamörkum sé fylgt. Allt sem þarf er góður vilji og skilningur á mikilvægi þess að friður ríki um svæðið á 144 ára afmæli félagsins sem er þann 2.júní n.k.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sumarlokun í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 29. apríl 2021 21:35

Nú er innigreinatímabilinu lokið og því lokum við í Egilshöllinni. Opnum svo aftur í byrjun október.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 7 af 263

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing