Laugardagur, 12. júlí 2025 17:42 |
 Íslandsmeistaramótið í keppni með 22ja kalibera rifflum, (BR50 Hunter) fór fram á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi í dag. Skotið er á 50 metra færi á þrjár skífur sem hver er með 25 skorhringjum. Mest er hægt að ná 750 stigum og X-tíur geta flestar orðið 75. Íslandsmeistari í opnum flokki varð Davíð Bragi Gígja úr Skotfélagi Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti 746/45x stig, en hann átti sjálfur fyrra metið sem hann setti á opnu móti í Frakklandi í apríl. Annar varð Kristján Arnarson úr Skotfélagi Húsavíkur með 740/25 stig og bronsið vann Jón B. Kristjánsson úr skotfélaginu Markviss á Blönduósi með 739/39x stig. Í unglingaflokki sigraði Hólmgeir Örn Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 731/37x stig sem jafnframt er nýtt Íslandsmet. Silfrið hlaut Samúel Ingi Jónsson úr skotfélaginu Markvsiss frá Blönduósi með 730/32x stig. Nánar á úrslitasíðu STÍÂ og eins má finna myndir hérna.
|