Nokkur lykilatriði í starfsleyfinu á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 18. mars 2021 09:13

Hér eru nokkur lykilatriði sem íþróttamenn okkar verða að fylgja samkvæmt nýja starfsleyfinu :

  1. Haglaskot með blýhöglum eru bönnuð
  2. Æfingar eru leyfðar á mánudögum til fimmtudaga kl. 10-19
  3. Æfingar eru leyfðar á laugardögum kl. 10-16
  4. Æfingar eru ekki leyfðar á föstudögum og sunnudögum
  5. Æfingar eru bannaðar á: Aðfangadag eftir kl. 12, Jóladag, Nýársdag, Föstudaginn langa, Páskadag og annan í Páskum.
  6. Einungis er leyft að halda fjögur mót á ári en þá má hafa opið á föstudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 10-19 en við þurfum að tilkynna þau með 14 daga fyrirvara til Heilbrigðiseftirlits.

Það er öldungis óvíst hvernig tekst að halda starfseminni gangandi undir þessum nýju kvöðum og mun það skýrast á næstu vikum.

Nú þegar eru tveim helgum ráðstafað undir mótahald samkvæmt mótaskrá Skotíþróttasambands Íslands, Landsmót í haglabyssugreininni SKEET dagana 11. til 13. Júní og 3. - 5. september er Íslandsmótið í riffilgreininni Bench Rest og Opna Reykjavíkurmeistaramótið í SKEET (SR OPEN)

AddThis Social Bookmark Button
 
NÝTT STARFSLEYFI TIL 2ja ÁRA Á ÁLFSNESI Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 16. mars 2021 16:03

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar var að birta starfsleyfi félagsins og röksemdir þeirra vegna starfseminnar á Álfsnesi. Hægt er að nálgast eintak á vef Reykjavíkurborgar hérna. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Þórir og Jórunn sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. mars 2021 17:34

2021 3p 06 123ka2021 3p 02 123kvÁ Landsmóti STÍ í 50m Þrístöðu, sem haldið var í Egilshöllinni í dag, sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 1,018 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 969 stig og þriðji Ingvar Bremnes úr SÍ með 911 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 1,068 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 1,024 stig og þriðja Guðrún Hafberg úr SFK með 878 stig. Nánari úrslit hérna. Finna má myndir frá mótinu á Facebook síðu félagsins

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón Þór og Bára sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. mars 2021 20:09

2021 13mar 50mprone 07 123ka2021 13mar 50mprone 09 123kvÁ Landsmóti STÍ í 50m liggjandi riffli, sem haldið var í Egilshöllinni í dag, sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK í karlaflokki með 622,4 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 618,3 stig og þriðji Valur Richter einnig úr SÍ með 610,9 stíg. Í liðakeppninni sigrði sveit  SÍ með 1833,0 stig og sveit SFK varð önnur með 1775,6 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 610,6 stig, önnur varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðrún Hafberg úr SFK með 576,2 stig. Nánari úrslit eru hérna. Nokkrar myndir frá mótinu eru á Facebook síðu félagsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
OPIÐ á Álfsnesi á morgun laugardag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 12. mars 2021 16:36

Nýtt starfsleyfi tók gildi í dag við greiðslu leyfisgjaldsins uppá kr. 626,435 !!

Nánar verður fjallað um leyfið sjálft þegar það berst okkur en HER sendir ekki út leyfin fyrr en búið er að greiða leyfisgjaldið.

Það verður því opið á morgun laugardag kl.12-16 einsog áður var auglýst.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riffilmótin um helgina í beinni útsendingu Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 12. mars 2021 16:34

Hægt verður að fylgjast með landsmótunum í Egilshöll í beinni á netinu. 

Á laugardaginn er það 50m liggjandi á þessari slóð

Á sunnudaginn er það þríþrautin á þessari slóð

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 10 af 263

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing