Miðvikudagur, 01. nóvember 2023 22:07 |
Fyrstu landsmót STÍ fara fram í Egilshöllinni um helgina. Á laugardaginn er það riffilkeppnin 50m liggjandi og svo þrístaðan á sunnudaginn.
|
|
Sunnudagur, 29. október 2023 19:36 |
Davíð Bragi Gígja endaði í 3.sæti í samanlögðu á alþjóðamótinu í Þýskalandi. Keppt var með cal.22lr rifflum á 50 metra færi eftir reglum alþjóðasambandsins WRABF. Í gær og í dag var keppt í flokki þungra riffla. Davíð var með 747/47x eftir 3 böð og 497/32x eftir 2 blöð í dag eða alls 1,244 og 79 X-tíur. Egill Þór Ragnarsson endaði með 1231 stig og 58 X-tíur og Kristberg Jónsson með 1219/46x.
|
Föstudagur, 27. október 2023 16:26 |
Davíð Bragi Gígja sigraði í flokki Léttra riffla á alþjóða mótinu BR50 CUP in Hamminkeln í Þýskalandi í dag. Skorið hjá honum var 749/57x. Kristberg Jónsson hafnaði í 8.sæti með 747/45x og Egill Þ. Ragnarsson varð í 37.sæti með 727/33x. Árangur Davíðs er nýtt Íslandsmet í þeim flokki. Þeir keppa allir fyrir Skotfélag Reykjavíkur.
|
Mánudagur, 23. október 2023 19:15 |
Af óviðráðanlegum orsökum er lokað í Egilshöll í kvöld, mánudag 23.okt
|
Fimmtudagur, 12. október 2023 15:23 |
Drög að aðalskipulagbreytingu er varðar skotíþróttasvæði á Álfsnesi, sbr. áður kynnt verkefnislýsing, eru nú til kynningar og umsagnar. Í drögunum er sett fram tillaga að skilgreiningu íþróttasvæðis á Álfsnesi, þar sem núverandi skotæfingasvæði eru til staðar í dag. Gert er ráð fyrir að um tímabundna landnotkunarheimild sé að ræða og verði heimilt að endurnýja starfsleyfi til félaga á svæðinu til ársloka 2028. Stefna um landnotkun á svæðinu verður tekin til endurskoðunar innan fjögurra ára og þá á grundvelli niðurstaðna um staðarval skotæfingasvæða til lengri framtíðar litið. Með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga eru umrædd gögn lögð fram til kynningar og umsagnar.
Drögin verða til kynningar í skipulagsgáttinni, samráðsvettvangi um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum, sjá www.skipulagsgatt.is Sjá einnig meðfylgjandi skjal.
Óskað er eftir því að athugasemdum verði komið á framfæri á þeim vettvangi fyrir 2. nóvember nk. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
).
Umsókn um endurnýjað starfsleyfi getum við ekki sent inn fyrr en ofangreind breyting tekur gildi. Þetta gæti þýtt opnun svæðisins í febrúar-mars ef allt gengur eftir.
|
Mánudagur, 25. september 2023 17:02 |
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Egilshöllinni 4.október og hefst hann kl.18:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Að honum loknum verður haldinn fundur með æfingastjórum félagsins um vetrarstarfið.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 8 af 289 |