Landsmót í loftbyssugreinunum í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 07. janúar 2023 16:04

2023 ap60 lmot 7jan2023 ar60 lmot 7janLandsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöll í dag. Í loftskammbyssu sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 558 stig, Bjarki Sigfússon varð annar með 533 stig og þriðji Björgvin Sigursson úr SK með 511 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 536 stig og Aðaleheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 535 stig. Í unglingaflokki hlaut Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir gullið með 424 stig. Í loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 576,5 stig, Þórir Kristinsson úr SR varð annar með 572,8 stig og þriðji Róbert V. Ryan úr SR með 551,7 stig. Í kvennaflokki hlaut Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með 583,9 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotíþróttasamband Íslands það 7.fjölmennasta innan ÍSÍ Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 05. janúar 2023 14:26

logo isiSamkvæmt tölfræði ÍSÍ vegna ársins 2021 er Skotíþróttasamband Íslands í sjöunda sæti yfir fjölmennustu sérsambönd innan ÍSÍ, með 5.614 (4%) skráða iðkendur af alls 139.207 iðkendum. HSí er með 7.356 (5%), KKÍ 8.119 (6%), LH 12.151 (9%), FSÍ 14.264 (10%), GSÍ 23.149 (17%) og KSÍ 28.285 (20%).

Í Reykjavík eru iðkendur skotíþrótta alls 1.431 (3.4%) en alls eru 42.356 iðkendur skráðir í öllum íþróttagreinum þar

Athyglisvert er að það póstnúmer sem hefur hlutfallslega flesta iðkendur í skotíþróttum innan Reykjavíkur er 116, Kjalarnes en þar eru iðkendur alls 168 og þar af í skotfimi 19 manns eða 12% af íþróttaiðkendum, aðeins knattspyrnan er fjölmennari með 30 iðkendur eða 18% af heildinni. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Loftbyssu í Egilshöll á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 05. janúar 2023 07:40


2023 ar60 lmot 7janridlarLandsmót í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Fyrri riðill hefst kl.9 og seinni kl.11. 

Hægt er fylgjast með skorinu í beinni hérna í skammbyssunni og hérna í rifflinum.

2023 ap lmot 7janridlar

AddThis Social Bookmark Button
 
Starfsleyfi SKOTREYN fellt úr gildi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 04. janúar 2023 13:56

alfsnes_loftmyndMeð úrskurði sínum dagsettum 30.desember s.l. hefur Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála falið Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að fella úr gildi starfsleyfi SKOTREYNar á Álfsnesi. 

Í niður­stöðu nefndarinnar kem­ur fram að ekki liggi fyr­ir að land­notk­un hafi verið breytt frá því að úr­sk­urður nefnd­ar­inn­ar var kveðinn upp síðast. Þá fari starfs­leyfið auk þess í bága við ákvæði skipu­lags­reglu­gerðar um land­notk­un­ar­flokka en í þeirri reglu­gerð er ekki að finna heim­ild til að víkja frá gild­andi land­notk­un sam­kvæmt skipu­lagi. Með vís­an til þess verði því að fella hið kærða starfs­leyfi úr gildi. 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sendi bréf til SKOTREYNar laugardaginn 31.desember s.l. þar sem leyfið er afturkallað.

Þetta hefur væntanlega áhrif á nýtt starfsleyfi Skotfélags Reykjavíkur sem var í auglýsingu í desember og lauk athugasemdartímanum um það þann 28.desember s.l.

Nú verða embættismenn Reykjavíkurborgar að vinna hratt að því að breyta Aðalskipulagi þannig að það uppfylli skilyrði laga um landnotkun undir skotíþróttasvæði.

Athyglisvert er að hið opinbera skuli leyfa sér að stöðva þessa starfsemi fyrirvaralaust, þar sem um mistök í orðalagi er orsök lokunar en ekki aðsteðjandi hætta fyrir nokkurn mann. Skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir bæði félögin á Álfsnesi og hlýtur að koma til þess að sækja þurfi skðabætur til hins opinbera til að bæta fyrir það tjón sem þetta hefur valdið þeim.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn jafnaði Íslandsmetið í loftskammbyssu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. desember 2022 15:17

jorunnhardarap40.jpgJórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag eigið Íslandsmet, 560 stig, í Loftskammbyssu á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag. Silfrið í kvennaflokki hlaut Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 537 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur A. Hjartarson úr SK með 509 stig, Hannes H. Gilbert úr SFK varð annar með 494 stig og Bjarni Sigurðsson úr SK varð þriðji með 485 stig. Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 466 stig. Nánar á úrslitasíðu www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í loftbyssu á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 14. desember 2022 15:28

2022 apar60 lmot 17desridlar2022 ar60 jlmot 17desLandsmót í loftskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Það hefst kl.09:00. Riðlarnir verða tveir kl.9 og 11 . Jafnframt er Jólamót SR í loftriffli keyrt með seinni riðlinum.

Fylgjast má með skorinu í beinni hérna: Loftskammbyssa hér og Loftriffill hér.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 11 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing