Fimmtudagur, 08. febrúar 2018 19:49 |
Íslandsmetin á Reykjavíkurleikunum urðu 9 talsins í loftbyssugreinunum.
- Loftskammbyssa kvenna: Jórunn Harðardóttir SR – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 557 stig
- Loftskammbyssa kvenna final: Jórunn Harðardóttir SR - RIG2018, 3. febrúar 2018 = 239,7 stig
- Loftskammbyssa unglinga stúlkur: Ingibjörg Ylfa Gunnarsdóttir SR – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 374 stig
- Loftriffill karla final: Guðmundur Helgi Christensen SR – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 223,9 stig
- Loftriffill kvenna final: Jórunn Harðardóttir SR – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 239,7 stig
- Loftriffill kvenna: Jórunn Harðardóttir SR – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 604,9 stig
- Loftriffill unglinga drengir final: Helgi S. Jónsson SK – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 198,9 stig
- Loftriffill unglinga stúlkur: Viktoría Erla Þ. Bjarnarson SR – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 562,3 stig
- Loftriffill unglinga stúlkur final: Viktoría Erla Þ. Bjarnarson SR – RIG2018, 3. febrúar 2018 = 141,7 stig
|
|
Laugardagur, 03. febrúar 2018 11:32 |
         Skotíþróttakeppni RIG-Reykjavíkurleikanna fer fram í Egilshöllinni í dag. Í loftskammbyssu setti Jórunn Harðardóttir nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 557 stig og Ingibjörg Ylfa Gunnarsdóttir, 374 stig, í unglingaflokki kvenna, en breyting varð á reglum Alþjóða skotíþróttasambandsins ISSF í kvennakeppninni frá áramótum þannig að konur skjóta nú jafnmörgum skotum og karlar, 60 alls. Úrslitin hefjast kl.15:00 í dag.
Í loftriffli setti Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í kvennaflokki , 604,9 stig og Viktoría Erla Þ. Bjarnarson, 562,3 stig í unglingaflokki kvenna. Úrslitin hefjast kl.16:15.
Úrslit mótsins liggja nú fyrir og sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR í loftrifflinum með 239,7 stig sem er nýtt Íslandsmet kvenna í final, í öðru sæti hafnaði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 223,9 stig og í þriðja sæti varð Helgi S. Jónsson úr Skotdeild Keflavíkur með 198,9 stig.
Í loftskammbyssu sigraði Jórunn einnig með 219,0 sem einnig er nýtt Íslandsmet í final, í öðru sæti varð Elías M. Kristjánsson úr Skotfélagi Akranes með 207,5 stig og þriðji varð Karl Kristinsson úr SR með 188,7 stig.
Í lok móts valdi mótsstjórn skotkonu mótsins Jórunni Harðardóttur og skotkarl Guðmund Helga Christensen.
|
Miðvikudagur, 31. janúar 2018 15:10 |
 Fjölmennasta mót í skotfimi sem haldið hefur verið hérlendis, fer fram í Egilshöllinni í Grafarvogi á laugardaginn kemur, 3.febrúar. Skráningar eru 62 talsins í báðar greinarnar, loftskammbyssu og loftriffil. Mótið hefst fyrr en auglýst hafði verið vegna þessa mikla fjölda eða kl.08:00 þannig að fyrstu keppendur verða að vera komnir á staðinn uppúr 07:15. Tímaplanið er mjög stíft og verður því fylgt vel eftir. Úrslitin hefjast svo kl.15:00+ Keppnisæfing er á föstudaginn kl.16-20
|
Sunnudagur, 28. janúar 2018 16:52 |
Ásgeir Sigurgeirsson kepptí í dag á H&N CUP mótinu í Þýskalandi og hafnaði í 9.-15.sæti með 579 stig einsog í gær en vantaði núna 1 stig til að komast í úrslitin. Annars mjög góður árangur hjá honum á þessu sterka móti.
|
Föstudagur, 26. janúar 2018 09:53 |
 Ásgeir Sigurgeirsson skammbyssuskytta er nú að keppa á einu sterkasta móti ársins í loftskammbyssu. Mótið kallast H&N Cup og er haldið árlega í München. Hann keppir bæði í dag sem og á morgun, laugardag. Hægt verður að fylgjast með skorinu á þessari slóð.
UPPFÆRT: Ásgeir er kominn í 8.manna úrslit í dag. Finalinn hefst kl.17:00 að okkar tíma.
UPPFÆRT: Ásgeir endaði í 6.sæti en þess má geta að keppendur voru 100 talsins. Skorið í undankeppninni hjá honum var 579 stig (99-95-96-98-96-95). Hann keppir svo aftur á morgun.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 80 af 294 |