Fyrstu haglamót tímabilsins í Hafnarfirði í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 13. maí 2018 20:25

Tvö Landsmót STÍ fóru fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Í skeet keppni karla sigraði Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness með 52 stig (109), annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 44 stig (105) og í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon frá Skotfélagi Akureyrar með 32 stig (105).

Í liðakeppni karla sigraði Sveit SFS með 271 stig (Hákon Þ.Svavarsson,Aðalsteinn Svavarsson,Snorri Valsson), sveit SA (Guðlaugur Bragi Magnússon,Grétar Mar Axelsson,Daníel Logi Heiðarsson) varð önnur með 262 stig og sveit SR (Sigurður Unnar Hauksson,Guðmundur Pálsson,Daníel Hrafn Stefánsson) í þriðja sæti með 236 stig.

Sjá má nánar um skor manna á úrslitasíðu STÍ. Einn keppandi mætti í unglingaflokki og var það Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar en skor hans var 64 dúfur.

 

Í kvennakeppninni sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 28 stig og 73 stig í undankeppninni, sem er nýtt Íslandsmet þar sem konur skjóta nú eftir nýjum reglum og skjóta því á 125 dúfur einsog karlarnir. Í öðru sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 24 stig (67) og í þriðja sæti Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 15 stig (43).

Í sveitakeppni kvenna var ein sveit skráð til leiks en hana skipuðu þær Dagný og Þórey ásamt Evu Ósk Skaftadóttur. Þær náðu 158 stigum og er það jafnframt nýtt Íslandsmet.

 

Í Norrænu trappi sigraði Stefán Kristjánsson úr SÍH með 125 stig, annar varð Kristinn Gísli Guðmundsson úr SÍH með 108 stig og í þriðja sæti Ásbjörn Sírnir Arnarson úr SÍH með 82 stig.

Ein sveit var skráð til leiks en hana skipuðu þeir Stefán og Kristinn Gísli ásamt Kristni Tryggva Gunnarssyni og náðu þeir 268 stigum.

AddThis Social Bookmark Button