Skotíþróttamenn ársins 2018 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. desember 2018 11:26

jorunnhardarap40.jpg2016jorasgemungv04asgeir 2013 free  017Frétt á www.sti.is:Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2018 :

Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur

Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, Frjálsri skammbyssu og Loftskammbyssu.

Hann komst í úrslit á HN CUP í München og hafnaði þar í 6.sæti í loftskammbyssu. Hann komst tvívegis í úrslit á Belgrad Open og lenti þar í 5. og 6.sæti.
Á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi lenti hann í 30.sæti af 80 keppendum, í 22.sæti á heimsbikarmótinu í USA og á Heimsmeistaramótinu í Suður Kóreu varð hann í 25.sæti af 115 keppendum

Ásgeir keppir með liði sínu SGi Ludwigsburg í Þýsku Bundesligunni nokkrar helgar yfir vetrartímann. Hann er einn fárra erlendra keppenda í deildinni en einungis bestu skotmennirnir komast að hjá þýsku liðunum. Lið hans er í efsta sæti suðurdeildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar sem fara fram í byrjun næsta árs.

Ásgeir er sem stendur í 58.sæti á Heimslistanum og í 36.sæti á Evrópulistanum.

Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur

Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.

Jórunn varð Íslandsmeistari í Loftriffli, Þrístöðu riffli, 50metra riffli og Loftskammbyssu. Hún varð í 54.sæti á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi, 78.sæti á Heimsbikarmótinu í Þýskalandi og í 97.sæti á Heimsmeistaramótinu í Suður Kóreu.

Jórunn er sem stendur í 127.sæti á Heimslistanum og í 93.sæti á Evrópulistanum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótið í skeet laugardaginn 5.janúar 2019 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 29. desember 2018 15:28

skyttur 1900 001Hið árlega Áramót í SKEET haglabyssu verður haldið á Álfsnesi 5.jan 2019. Mæting keppenda kl.11:30 og keppni hefst kl.12:00. Keppt verður eftir forgjafarkerfi félagsins. Skotnir 3 hringir ef birta leyfir. Keppendur annarra félaga eru velkomnir.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riffilmótið á Álfsnesi í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 29. desember 2018 15:22

aramot_sr_riffill_20182018 aramot29des 012018 aramot29des 022018 aramot29des 032018 aramot29des 04Hið árlega Áramót í riffilskotfimi var haldið á riffilvelli félagsins á Álfsnesi í dag. Jóhann A. Kristjánsson sigraði með 138 stig, annar varð Hjörtur Stefánsson með 130 stig og í þriðja sæti Eiríkur Björnsson með 129 stig. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Gleðilega jólahátíð... Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 24. desember 2018 13:45

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsfólki og velunnurum félagsins, gleðilegra jóla !

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótið í riffli laugardaginn 29.des á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 23. desember 2018 00:03

br100 p9110037Veiðirifflamótið: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni hefst kl.12:00. Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200+300) á 100, 200 og 300 metra færi, 5 skot á hverja skífu (1 skot í hring). Æfingaskot leyfð. Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða min 10sm) við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur. Gott væri að fá skráningu senda á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn sett Íslandsmet í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 16. desember 2018 13:19

2018 50mtristada 16des2018 tristada 16des-34452018 tristada 16des-3455Á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands í Þrístöðu-riffli á 50 metra færi, sem fram fór í Egilshöllinni í dag setti Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í kvennaflokki með 1,095 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 1,017 stig og í þriðja sæti í kvennaflokki varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróittafélagi Kópavogs með 983 stig.

Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1,090 stig, annar varð Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 995 stig í þriðja sæti hafnaði Þorsteinn Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 957 stig. 

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>

Síða 69 af 294

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing