Fleiri gull hjá Jórunni og Guðmundi Helga í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. janúar 2019 17:55

201950mtristada19jan201950mtristadalidsrLandsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli var haldið í Kópavogi í dag. Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1109 stig, annar varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 979 stig og þriðji varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 978 stig. Í liðakeppni sigraði sveit SR með 2986 stig, sveit SÍ varð önnur með 2816 stig . Í kvennaflokki mætti einn keppandi til leiks og hlaut því Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 1060 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sigurður Unnar í 16.sæti eftir fyrri dag á Spáni Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. janúar 2019 19:20

2019espsiddidag12016siddi01Sigurður Unnar Hauksson er að keppa í haglabyssugreininni SKEET á sterku Grand Prix móti í Malaga á Spáni. Eftir fyrri daginn er Siddi í 16.sæti en keppendur eru alls 53. Keppt er í opnum flokki þar sem konur, karlar og unglingar keppa saman. Skorið hjá honum í dag var 70 stig (22-23-25) en keppni lýkur á morgun.  UPPFÆRT: hann endaði með 113 stig (23+20) og hafnaði í 27.sæti.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi og Jórunn með gull í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. janúar 2019 18:55

201950mrifflmot19jan2018pr60jorhelgi201750mlmot9deslidkasrLandsmót STÍ í 50 metra rifflli liggjandi var haldið í Kópavogi í dag. Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 617,7 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 610,8 stig og þriðji varð Stefán Eggert Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 604,4 stig. Í liðakeppni sigraði sveit SFK með 1796,9 stig, sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1796,2 stig og sveit SÍ varð þriðja með 1794,0 stig. Í kvennaflokki mætti einn keppandi til leiks og hlaut því Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 610,8 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
RIG leikarnir í Reykjavík 2.og 3.febrúar 2019 Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 18. janúar 2019 21:28

Skráning keppenda á RIG-leikana stendur nú yfir og lýkur sunnudaginn 27.janúar 2019. Skráning sendist á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  

Verður keppt í loftskammbyssu og loftriffli 2. og 3. febrúar. Keppt verður í blönduðum flokki þar sem allir keppendur skjóta 60 skotum. Efstu 8 keppendurnir í hvorri grein keppa síðan til úrslita í útsláttakeppni.

Keppni fer fram í sal 2-4 í Laugardalshöllinni !

rig2019bori

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Staðlaðri skammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 13. janúar 2019 18:47

Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu var haldið í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson sigraði með 539 stig, Jón Þór Sigurðsson annar með 534 stig og Eiríkur Ó. Jónsson þriðji með 510 stig. Allir eru þeir í Skotíþróttafélagi Kópavogs.

A lið SFK varð í fyrsta sæti með 1583 stig, B lið SFk varð í öðru með 1459 stig og lið SR í þriðja með 1424 stigum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Sportskammbyssu í Egilshöll í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 12. janúar 2019 21:03


2019sport14jan032019sport14jan012019sport14jan022019sport12janLandsmót STÍ í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði með 553 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 551 stig og þriði Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 539 stig. Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ hérna. og svo er nýjung að einnig er hægt að sjá úrslitin á SIUS síðunni hérna !

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>

Síða 67 af 294

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing