Íslandsmet í liðakeppni í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 27. apríl 2019 21:03

2019 islmotsp27aprÍslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Jón Þór Sigurðsson með 563 stig, annar varð Ívar Ragnarsson með 558 stig og í þriðja sæti hafnaði Friðrik Þór Goethe með 556 stig. Þeir skipuðu jafnframt A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sem setti nýtt Íslandsmet 1,677 stig. Í öðru sæti varð B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,597 stig en sveitina skipuðu Grétar Mar Axelsson, Eiríkur Óskar Jónsson og Ólafur Egilsson. Í þriðja sæti hafnaði sveit Skotfélags Reykjavíkur en hana skipuðu Karl Kristinsson, Jón Árni Þórisson og Engilbert Runólfsson. 

AddThis Social Bookmark Button