Laugardagur, 12. desember 2015 18:49 |
    Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í 50 m liggjandi riffli var haldið í Egilshöllinni í dag. Keppni í kvennaflokki var mjög spennandi milli tveggja efstu þar sem Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði með 0,1 stigi með skori uppá 616,0 stig en Bára Einarsdóttir úr SFK varð önnur með 615,9 stig. Í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 487,0 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 611,0 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 610,7 stig og í þriðja sæti varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 608,8 stig. Í liðakeppninni sigraði lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.802,8 stig, í öðru sæti var lið Skotfélags Reykjavíkur með 1.790,4 stig og í þriðja sæti var lið Skotdeildar Keflavíkur með 1.777,6 stig.
|
|
Fimmtudagur, 10. desember 2015 21:32 |
 Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Lokað er fyrir almennar æfingar þann daginn en opið er á Álfsnesi kl.12-16
|
Sunnudagur, 06. desember 2015 19:54 |
LOKAÐ er í Egilshöllinni á mánudagskvöldið 7.des.
|
Föstudagur, 04. desember 2015 14:58 |
LOKAÐ er á skotsvæðum okkar í Egilshöll og á Álfsnesi á morgun laugardag
|
Laugardagur, 28. nóvember 2015 14:39 |
Landsmót STí í Frjálsri skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í morgun. Thomas Viderö úr SFK sigraði með 512 stig, Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 503 stig og Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð þriðji með 476 stig. Í liðakeppninni vann sveit SR með 1,407 stig og í öðru sæti hafnaði sveit SFK með 1,194 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 112 af 296 |