Gleðilegt nýtt ár ! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 01. janúar 2016 13:04

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og öðrum landsmönnum, farsældar á nýju ári !

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótin verða haldin 2.janúar 2016 Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 25. desember 2015 23:06

Hin árlegu áramót félagsins verða haldin laugardaginn 2.janúar 2016 á Álfsnesi.

Haglabyssa Skeet: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni hefst kl.12:00. 75 dúfu mót

Veiðirifflamótið: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni kl:12
Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200) á 100 og 200 metra færi. 10 skot á hverja skífu (2 skot í hring). Æfingaskot leyfð.
Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða) við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur.
Gott væri að fá skráningu senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.

AddThis Social Bookmark Button
 
Gleðileg jól Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 25. desember 2015 23:00

Óskum félögum sem og öðrum velunnurum félagsins gleðilegra jóla.

AddThis Social Bookmark Button
 
Gleðileg jól Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 25. desember 2015 23:00

Óskum félögum sem og öðrum velunnurum félagsins gleðilegra jóla.

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ er í Egilshöllinni Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 23. desember 2015 16:04

LOKAÐ er í Egilshöllinni frá og með deginum í dag og verður opnað að nýju miðvikudaginn 6.janúar 2016 !

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotíþróttamenn ársins 2015 Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 22. desember 2015 09:38

Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2015 :


asgeirsigurgbikarSkotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur

Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis.
Hann komst í úrslit á fjórum stórmótum á árinu. Hann fékk bronsverðlaun á Opna IWK mótinu í München í janúar, varð í 8.sæti á fyrri degi IWK mótsins í München, varð í 5.sæti á fyrstu Evrópuleikunum í Bakú í Azerbaijan og varð einnig í 5.sæti af 85 keppendum á Heimsbikarmótinu í Changwon í Kóreu.
Ásgeir er sem stendur í 25.sæti á heimslistanum en hann fór þar hæst í 13.sæti á árinu. Hann er í 12.sæti á Evrópulistanum en þar fór hann hæst í 5.sæti á árinu.

jorunhardarbikar copySkotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur

Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.
Jórunn jafnaði Íslandsmetið í loftskammbyssu og setti einnig nýtt Íslandsmet í loftskammbyssu með final. Hún varð Íslandsmeistari í 50m liggjandi riffli, þríþraut með riffli og í Loftskammbyssu. Hún vann til silfurverðlauna í Loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík og varð einnig í 5.sæti í Loftriffli á sömu leikum. Hún varð í 34.sæti af 59 keppendum á Evrópumeistaramótinu í Hollandi. Jórunn er sem stendur í 107.sæti á Evrópulistanum en hún fór þar hæst í 75.sæti á árinu.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>

Síða 111 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing