Guðmundur Helgi og Jórunn með Íslandsmet í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. febrúar 2016 19:54

2016tritraut14feb2016tritraut14feballirLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í Þríþraut á 50 metra færi með riffli, var haldið í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti 1,101 stig. Annar varð Theodór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 989 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 900 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur einnig á nýju Íslandsmeti 540 stig. Önnur varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 513 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 418 stig.

AddThis Social Bookmark Button