Guðmundur Helgi, Jórunn og liðið okkar unnu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. febrúar 2016 20:01

2016 50m riffill landsmot 13feb 2016jorhel13febÁ landsmóti STÍ í riffilskotfimi 50m liggjandi sem haldið var í Digranesi í Kópavogi í dag, sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur í karlaflokki með 613,7 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 612,3 stig og í 3ja sæti varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 607,2 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.796,6 stig en sveitina skipuðu ásamt Guðmundi Helga þeir Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.787,3 stig en sveitina skipuðu ásamt Vali þeir Guðmundur Valdimarsson og Ívar Már Valsson. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 611,4 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 609,6 stig og í þriðja sæti varð Margrét Linda Alfreðsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 534,7 stig. Skotíþróttafélag Kópavogs var með skráða kvennasveit og setti sveitin nýtt Íslandsmet, 1.666,2 stig en sveitin var skipuð þeim Báru, Margréti og Guðrúnu Hafberg.

AddThis Social Bookmark Button