Miðvikudagur, 09. desember 2009 22:38 |
Rifflanefnd Skotfélags Reykjavíkur heldur skotmót Fimmtudaginn 31.desember á svæði félagsins á Álfsnesi. Vegna takmarkaðs birtutíma þurfa menn að vera tilbúnir að hefja keppni kl 11:30. Keppni ætti að ljúka upp úr kl 14.
|
Nánar...
|
|
Laugardagur, 05. desember 2009 22:54 |
Meðan félagið hafði aðstöðuna í Leirdal var haldið mót í haglabyssugreininni Skeet á hverju ári. Mótið var kallað ÁRAMÓTIÐ og var haldið á Gamlársdag. Þetta mót var ávallt síðasta íþróttamótið sem haldið var á landinu á hverju ári.
|
Nánar...
|
Mánudagur, 30. nóvember 2009 19:15 |
Félagið er nú komið með síðu á Facebook. Þið getið skoðað síðuna með því að smella á slóðina hér til hægri.
|
Laugardagur, 14. nóvember 2009 18:33 |
Ásgeir Sigurg eirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti í dag Íslandsmet sitt í loftskammbyssu um heil 5 stig. Hann skaut 586 stig í aðalkeppninni og bætti svo um betur og skaut 99,4 í úrslitunum (final) og bætti því heildarmetið líka eða alls 685,4 stig. Með þessu er hann að stimpla sig inn í hóp bestu skotmanna Evrópu. Þess má geta að danska metið með final er 679 stig en það sænska er aðeins hærra eða 686,7 stig en það met á tvöfaldur Ólympíumeistari þeirra Svía, Ragnar Skanaker.
|
Nánar...
|
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009 11:22 |
Á landsmótið í loftbyssugreinunum á laugardaginn eru skráðir keppendur 24 talsins. Keppt verður í 2 riðlum sem hefjast kl.10 og 12. Úrslitin hefjast svo kl.14:30. Keppnisæfing er á föstudaginn kl.19-21. Riðlaskiptingin er komin hérna.
|
Mánudagur, 09. nóvember 2009 13:35 |
Á laugardaginn kemur verður haldið fyrsta landsmót vetrarins í kúlugreinum. Þar verður keppt í loftskammbyssu og loftriffli. Mótið fer fram í aðstöðu okkar í Egilshöllinni og hefst kl.10 að morgni. Skráningu á mótið lýkur annað kvöld en þá þurfa þau félög sem ætla að senda keppendur á mótið að vera búinn að senda okkur skráningar sínar. Okkar keppnisfólk þarf að hafa samband við skrifstofuna og skrá sig á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 268 af 293 |