| Sunnudagur, 21. mars 2010 12:44 | 
| Ásgeir Sigurgeirsson setti í gær nýtt Íslandsmet í Frjálsri skammbyssu, 549 stig, á Íslandsmótinu sem haldið var í Egilshöllinni. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Chrsitensen og Jórunn Harðardóttir í því þriðja. Úrslitin eru hérna og eins nokkrar myndir hér. | 
	| Föstudagur, 19. mars 2010 17:02 | 
| Frá Umhverfisráðuneytinu hefur borist niðurstaða í kæru íbúa á starfsleyfi okkar í Álfsnesi. Úrskurðurinn er svohljóðandi: | 
	| Nánar... | 
	| Laugardagur, 13. mars 2010 18:49 | 
| Ásgeir Sigurgeirsson hafnaði í 26.sæti á Evrópumeistaramótinu í loftskammbyssu. Frábær árangur ! | 
	| Fimmtudagur, 11. mars 2010 23:34 | 
| Ásgeir er að keppa á laugardaginn nk., kl.09 að staðartíma, á Evrópumeistaramótinu í Meraker í Noregi. Hér eru allar greinarnar taldar upp. Veljið "10m AIR PISTOL MEN" til að fylgjast með Ásgeiri keppa í loftbyssu karla. | 
	| Laugardagur, 06. mars 2010 18:52 | 
|  Á Bikarmóti STÍ í dag sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla, Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki, A-liðið í liðakeppninni og Guðmundur Helgi Christensen í loftriffli karla. |