| 
		
	| Laugardagur, 17. apríl 2010 18:59 |  
| Þá er mótinu í Hafnarfirði lokið. Úrslitin má nálgast hérna. Okkar maður Örn Valdimarsson varð í öðru sæti og eins komst Þorgeir Þorgeirsson í úrslit og hafnaði í 6 sæti. Liðið okkar skipað Erni og Þorgeiri ásamt Einar Einarssyni endaði í öðru sæti. Unglingurinn okkar hann Óskar Karlsson hafnaði í 17.sæti á sínu fyrsta móti. Fínn árangur hjá þeim öllum. |  | 
	| 
		
							| 
	| Laugardagur, 17. apríl 2010 17:37 |  
| Íslandsmótið í loftskammbyssu og loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Úrslitin eru hérna og myndir hérna. Helstu úrslit urðu þau að Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í skammbyssu karla, Jórunn Harðardóttir í skammbyssu kvenna, Guðmundur Helgi Christensen í loftriffli karla, Jórunn í loftriffli kvenna, Íris Eva Einarsdóttir í loftriffli unglinga, Steinunn Guðmundsdóttir í loftskammbyssu unglinga í kvennaflokki, en hún setti í leiðinni nýtt Íslandsmet með final, Skúli F. Sigurðsson í skammbyssu unglinga í karlaflokki og A-Sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppninni með þá Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmund Helga Christensen og Guðmund Kr. Gíslason innanborðs. |  
	| Þriðjudagur, 13. apríl 2010 23:41 |  
| Riðslaskipting íslandsmótanna í loftbyssugreinunum er sem hér segir: |  
	| Nánar... |  
	| Þriðjudagur, 13. apríl 2010 00:28 |  
| Skráningu á Íslandsmótin í loftbyssugreinunum, sem haldin verða í Egilshöllinni á laugardaginn, lýkur á morgun. Félagar í SR eiga að vera búnir að skrá sig en við getum samt komið fleirum að ef ósk um skráningu berst fyrri partinn í dag á 
 Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. |  
	| Miðvikudagur, 07. apríl 2010 21:37 |  
| Á morgun kemur til landsins landsliðsþjálfarinn Peeter Pakk. Peeter hefur starfað hér af og til síðan fyrir aldamót. Hann hefur komið reglulega og þjálfað landsliðshópinn okkar í skeet. Hann verður hér til sunnudags við þjálfun landsliðsins. |  
	| Mánudagur, 05. apríl 2010 23:06 |  
| Ásgeir Sigurgeirsson hefur verið á æfingum |  
	| Nánar... |  |  | 
	| << Fyrsta < Fyrri 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta > Síðasta >> 
 
 | 
	| Síða 265 af 298 |