Íslandsmet hjá Skotfélagi Reykjavíkur í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 11. desember 2016 19:16

2016trstadalidsr11des2016trstada123ka11des2016trstada123kv11des2016trstada11desÁ landsmóti STÍ í 50 metra Þrístöðu riffilkeppni sem haldið var í Egilshöllinni í dag féll en eitt Íslandsmetið í liðakeppninni og nú hjá körlunum. Sveit Skotfélags Reykjavíkur bætti metið um heil 105 stig og endaði með 3.002 stig. Sveitina skipuðu Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn B. Bjarnarson og Róbert V. Ryan. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 2,578 stig en hana skipuðu Valur Richter, Ívar Valsson og Leifur Bremnes.

Í einstaklingskeppni karla sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 1,107 stig, annar varð Theódór Kjartansson úr SK með 980 stig og í þriðja sæti varð Robert V.Ryan úr SR með 955 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 493 stig, önnur varð Guðrún Hafberg úr SFK með 442 stig og í þiðja sæti varð Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK með 366 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet í Egilshöll í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 10. desember 2016 21:40

201650m123kalid201650m123ka201650m123kv201650mriff10desÁ landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag féll eitt Íslandsmet en sveit Skotíþróttafélags Kópavogs í kvennaflokki bætti eigið met um heil 40 stig og endaði með 1.762,5 stig. Sveitina skipuðu Bára Einarsdóttir, Margrét L. Alfreðsdóttir og Guðrún Hafberg. Í karlaflokki sigraði Stefán E. Jónsson úr SFK með 612,5 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 611,3 stig og með sama stigafjölda en færri X-tíur varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir með 615,9 stig, önnur varð Margrét L.Alfreðsdóttir með 581,7 stig og í 3ja sæti hafnaði Guðrún Hafberg með 564,9 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.803,1 stig (Guðmundur H.Christensen, Þorsteinn B.Bjarnarson og Þórir Kristinsson), í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.794,5 stig (Ívar M.Valsson, Valur Richter og Guðmundur Valdimarsson) en í þriðja sæti hafnaði sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.786,2 stig (Theodór Kjartansson,Dúi Sigurðsson og Bjarni Sigurðsson). Myndir: JAK

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót um helgina í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 08. desember 2016 11:44

2016 tritraut landsmot 11desridlar.jpg2016 50mriffill landsmot 10desridlar.jpgLandsmót í riffilgreinum fara fram í Egilshöllinni um helgina. Á laugardaginn er keppt í 50 metra liggjandi riffli og á sunnudaginn í 50 metra Þrístöðu riffli.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir vann báðar viðureignir sína í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 28. nóvember 2016 07:32

2015 asgeirbliga2015Ásgeir Sigurgeirsson keppti á laugardaginn með liði sínu TSV Ötlingen í Þýsku Bundesligunni. Hann sigraði enn og aftur, í þetta skiptið Tyrkneska landsliðsmanninn Ustaoglu, Abdullah. Þeir voru jafnir að stigum í lok keppninnar kom því tilbráðabana til að skera úr um hvor þeirra færi með sigur. Ásgeir gerði sér lítið fyrir og vann ! Ásgeir var því miður sá eini í TSV Ötlingen sem vann sína viðureign og var niðurstaðan 1-4 sigur Sgi Waldenburg. Á sunnudeginum lauk hann sjöundu keppninni í Bundesliegunni með liði sínu TSV Ötlingen með sigri á Michael Schwald, Þýskum landsliðsmanni og Evrópumeistara unglinga 2012 í FP. Hann hefur hingað til keppt sem fyrsti keppandi fyrir lið sitt í öllum keppnum á yfirstandandi tímabili og unnið þær allar !

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót á Borgarnesi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 13. nóvember 2016 10:32

2016loft12novallirLandsmót STÍ í Loftskammbyssu og Loftriffli fór fram í húsnæði Skotfélags Vesturlands á Borgarnesi í dag, laugardaginn 12.nóvember. Í Loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR, í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR, í loftskammbyssu karla sigraði Thomas Viderö úr SFK og í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. nóvember 2016 17:37

2016std5nov123Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag sigraði Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 511 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur T. Ólafsson úr Skotfélagi Kópavogs með 499 stig og 6-x-tíur og Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji einnig með 489 stig en 3-x-tíur. Fjórði varð Ólafur Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur á sama skori, 489 stig en 2-x-tíur.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>

Síða 95 af 294

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing