Nýju keppnis-og æfingafötin eru komin til mátunar Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. apríl 2017 18:54

Nýju keppnis-og æfingafötin fyrir félagsmenn eru nú komin til mátunar. Dagný yfirhönnuður verður með fötin til mátunar í Egilshöllinni þriðjudaginn 2.maí og fimmtudaginn 4.maí kl.19-21. Þar getið þið fundið réttu fötin og númerin og verður svo gerð ein heildarpöntun fyrir alla. Verðin verða mjög hagstæð og ættu ekki að setja neinn á hausinn. Félagið á 150 ára afmæli í ár og því munu allir félagsmenn verða komnir í nýjan fatnað í sumarbyrjun. Fatnaðurinn er fluttur inn og seldur af fyrirtækinu Jóa Útherja í Ármúla.

AddThis Social Bookmark Button