Ásgeir tekur þátt í æfingabúðum í Frakklandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 10. júní 2016 21:53

asgeir lon2012 air2016franceoltraincampÁsgeiri Sigurgeirssyni var boðið að taka þátt í æfingabúðum í Frakklandi sem eru sérstaklega ætlaðar þeim skotmönnum sem þegar hafa tryggt sér kvótapláss á Ólympíleikana í Ríó í sumar. Þó hann hafi ekki enn fengið sæti á þeim og alls ekki öruggt að hann nái þangað þá var honum boðið að vera með í hópi þeirra bestu. Æft er alla daga og jafnframt keppt daglega. Hægt er að fylgjast með skorinu á úrslitasíðu SIUS hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í skeet í Þorlákshöfn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 10. júní 2016 21:44

Landsmót í haglabyssugreininni Skeet fer fram á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina.

AddThis Social Bookmark Button
 
Norrænu sjúkrahúsleikarnir á morgun Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 10. júní 2016 08:24

dnhl2016Norrænu sjúkrahúsleikarnir verða haldnir í Egilshöllinni í fyrramálið. Starfsmenn sjúkrahúsa Norðurlandanna etja þar kappi með loftriffli.

AddThis Social Bookmark Button
 
Compak Sporting völlurinn í smíðum Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. júní 2016 21:28

2016compak012016compak02Í dag var unnið að undirbúningi Compak Sporting vallarins en hann verður settur upp inní velli 1. Hann mun samanstanda af 6 vélum sem kasta frá mismunandi sjónarhornum  samkvæmt reglum FITASC. FITASC eru alþjóðasamtök haglabyssuskotgreina sem standa utan Ólympíugreinanna. STÍ, Skotíþróttasamband Íslands, er að ganga frá inngöngu í þau samtök og munum við í framhaldi geta tekið þátt í öllum stórmótum á vegum þeirra samtaka.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í skeet á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. maí 2016 22:57

Landsmót í Skeet fer fram á Álfsnesi á morgun laugardag. Keppnin hefst kl.10:00.

2016skeet28mairidlar og timatafla

AddThis Social Bookmark Button
 
Heimsbikarmótið í München hefst á morgun Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 20. maí 2016 19:37

2015gsse50mriffill1232016jorasgemungv04Heimsbikarmótið í München í Þýskalandi hefst á morgun. Við eigum þar 4 keppendur og er dagskrá þeirra þannig:

ÁSGEIR SIGURGEIRSSON:
Frjáls skammbyssa undankeppni laugardag 21.maí kl.08:45
Frjáls skammbyssa aðalkeppni sunnudag 22.maí kl.08:45
Loftskammbyssa aðalkeppni þriðjudag 24.maí kl.08:45

JÓN ÞÓR SIGURÐSSON:
50m liggjandi riffill undankeppni sunnudag 22.maí kl.11:30
50m liggjandi riffill aðalkeppni mánudag 23.maí kl.08:45

GUÐMUNDUR HELGI CHRISTENSEN:
50m liggjandi riffill undankeppni sunnudag 22.maí kl.11:30
50m liggjandi riffill aðalkeppni mánudag 23.maí kl.08:45
50m Þrístöðu riffill undankeppni þriðjudag 24.maí kl.11:30
50m Þrístöðu riffill aðalkeppni miðvikudag 25.maí kl.08:45

JÓRUNN HARÐARDÓTTIR:
Loftskammbyssa aðalkeppni miðvikudag 25.maí kl.08:45

Hægt verður að fylgjast nánar með þeim á heimasíðu keppninnar.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>

Síða 99 af 294

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing