Miðvikudagur, 03. maí 2017 14:13 |
Christensen mótið í loftbyssugreinunum er í dag í Egilshöllinni. Athugið að einhverja gæti vantað inná þennan lista en þá er bara að mæta á staðinn og kanna í hvaða riðli þið lendið .
|
|
Þriðjudagur, 02. maí 2017 16:31 |
Vegna veðurs er enn og aftur lokað á Álfsnesi í dag. Verðum með opið á morgun í staðinn kl. 16-20 !!
|
Mánudagur, 01. maí 2017 11:50 |
Það er LOKAÐ á Álfsnesi í dag vegna veðurs
|
Fimmtudagur, 27. apríl 2017 18:54 |
Nýju keppnis-og æfingafötin fyrir félagsmenn eru nú komin til mátunar. Dagný yfirhönnuður verður með fötin til mátunar í Egilshöllinni þriðjudaginn 2.maí og fimmtudaginn 4.maí kl.19-21. Þar getið þið fundið réttu fötin og númerin og verður svo gerð ein heildarpöntun fyrir alla. Verðin verða mjög hagstæð og ættu ekki að setja neinn á hausinn. Félagið á 150 ára afmæli í ár og því munu allir félagsmenn verða komnir í nýjan fatnað í sumarbyrjun. Fatnaðurinn er fluttur inn og seldur af fyrirtækinu Jóa Útherja í Ármúla.
|
Fimmtudagur, 27. apríl 2017 18:23 |
Hið árlega Christensen-mót í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöllinni miðvikudaginn 3.maí. Breyting verður á fyrirkomulaginu frá því sem áður hefur verið og verður nú skipt í riðla. Fyrri riðill hefst kl.17:00 og seinni kl.19:00. Keppendur þurfa að senda skráningu á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
í síðasta lagi mánudaginn 1.maí. Reynt verður að verða við óskum um riðla.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 89 af 294 |