|
Mánudagur, 31. júlí 2017 22:58 |
Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur var haldinn í kvöld. Ný stjórn félagsins er skipuð fr.v. Kjartani Friðrikssyni ritara, Jórunni Harðardóttur formanni, Arnbergi Þorvaldssyni varaformanni, Kjartani Erni Kjartanssyni varamanni, Erni Valdimarssyni meðstjórnanda og Guðmundi Kr. Gíslasyni gjaldkera. Á myndina vantar Sigfús Tryggva Blumenstein varamann.
|
Mánudagur, 24. júlí 2017 10:09 |
 Kvennasveit okkar í Skeet-haglabyssu setti nýtt Íslandsmet, 114 stig, á landsmóti STÍ sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina.
Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 58/75 stig og 31/60 stig í úrslitum Dagný H.Hinriksdóttir úr SR varð önnur á 46/75 og 27/60 og Eva Ó. Skaftadóttir úr SR varð 3ja á 26/75 og 20/60. Þórey Helgadóttir úr SR varð 4ða en hún skaut sig upp um flokk .
Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr SFS á 113/125 og 54/60 í úrslitum sem er nýtt Íslandsmet í úrslitum. Stefán G. Örlygsson úr SKA varð annar á 115/125 og 50/60 og þriðji varð Jakob Þ Leifsson úr SÍH á 99/125 og 40/50 .
Einnig voru Stefán G. Örlygsson og Helga Jóhannsdóttir krýnd Suðurlandsmeistarar .
|
Sunnudagur, 16. júlí 2017 10:00 |
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Egilshöllinni mánudaginn 31.júlí n.k. kl.20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 86 af 294 |