Mánudagur, 29. apríl 2013 09:27 |
Vormót SR verður haldið næstu helgi, 4. og 5. maí, á Álfsnesi. Skotið verður á 200m og 300m í Grúppum í HV-flokki, samkvæmt reglum IBS. Mótið hefst kl 10:00 báða dagana og er mæting eigi síðar en 09:30. Skotið verðu á 200m á laugardeginum og 300m á sunnudeginum. Mótsgjald er kr. 1500-. Keppendur úr öðrum félögum en SR, er velkomin þátttaka. Veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur úr báður færum. Ráðgert er að halda mótið ár hvert hér eftir og hefur Ísnes ehf. gefið veglegan farandbikar fyrir mótið. Skráningarfrestur er til og með fimmtudeginum 2. maí á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
! /gkg
|
|
Laugardagur, 27. apríl 2013 18:09 |
      


Íslandsmótið í Loftskammbyssu og Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í loftskammbyssu karla varð Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 575 stig, Thomas Viderö úr Skotfélagi Kópavogs varð í öðru sæti með 550 stig og Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 540 stig. Oddur E. Arnbergsson varð Íslandsmeistari unglinga með 493 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 370 stig, Kristína Sigurðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 349 stig og Bára Einarsdóttir úr Skotfélagi Kópavogs varð þriðja með 347 stig. A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í liðakeppni karla með Ásgeir Sigurgeirsson, Karl Kristinsson og Guðmund Kr. Gíslason innanborðs með 1,652 stig. Önnur varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,583 stig og A-sveit Skotfélags Kópavogs varð þriðja með 1,579 stig.
Í loftriffli karla varð Guðmundur Helgi Christensen Íslandsmeistari með 592,5 stig, Logi Benediktsson úr Skotfélagi Kópavogs varð annar með 563,9 stig og Þorsteinn B. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 514,2 stig. Í loftriffli kvenna varð Íris Eva Einarsdóttir Íslandsmeistari með 388,5 stig og Jórunn Harðardóttir önnur með 387,2 stig. Þær eru báðar úr Skotfélagi Reykjavíkur. Að lokinni undankeppninni var keppt í úrslitum með gamla fyrirkomulaginu, þar sem Skotfélag Reykjavíkur hefur ekki yfir að ráða þeim búnaði sem skylt er að nota samkvæmt nýju alþjóðareglunum sem tóku gildi um áramótin. Alls tóku 25 skyttur þátt í mótinu sem tókst í alla staði mjög vel en vonandi verður búið að uppfæra brautarbúnaðinn tímanlega fyrir næsta keppnistímabil sem hefst í október. Nánari úrslit hérna. /gkg
|
Miðvikudagur, 24. apríl 2013 16:43 |
Christensen-mótinu hefur verið frestað um einn dag og verður nú haldið fimmtudaginn 2.maí 2013 og hefst kl.16:00
|
Miðvikudagur, 24. apríl 2013 16:08 |
Nálgast má riðlaskiptingu Íslandsmótsins hérna. Keppt verður í final í Loftskammbyssu eftir gömlu reglunum, þar sem tölvuvæddur búnaður er ekki til staðar hjá félaginu. Keppendur athugið að mæta 30 mínútum fyrir upphaf síns riðils. Undirbúningstími 15 mín hefst kl.10 og 12, en þá má þurrskjóta að vild. 15 mínútna æfingatími hefst kl.10:15 og 12:15 þar sem skjóta má æfingaskotum að vild. Kl.10:30 og 12:30 hefst svo keppnin sjálf. Karlar hafa 75 mínútur og konur 50 mínútur. Úrslit hefjast svo kl.14:15. Keppnisæfing er kl.18-20 á föstudeginum.
|
Þriðjudagur, 23. apríl 2013 11:21 |
Ellert Aðalsteinsson var að ljúka keppni á ISSF mótinu í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum með 113 dúfur, sem er stórfínn árangur á fyrsta ISSF mótinu í ár. /gkg
|
Þriðjudagur, 23. apríl 2013 10:43 |
Skotsvæðið á Álfsnesi verður opnað kl 10:00 Sumardaginn fyrsta, 25. apríl - Fyrir félagsmenn EINGÖNGU - Almenn opnun hefst kl 12:00 og er opið til kl 18:00
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 180 af 296 |