Sunnudagur, 05. maí 2013 14:24 |
Á Vormóti SR í Bench Rest sem var að ljúka, sigraði Valdimar Long með 0,4688 stig (gr.agg.), annar varð Kjartan Friðriksson með 0,5125 stig og þriðji Bergur Arthursson með 0,5565 en þeir keppa allir fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Næstu menn voru Hjörleifur Hilmarsson SFK með 0,5853, Daníel Sigurðsson SR með 0,6265 og Kristján R. Arnarson SKH með 0,6302 stig. Nálgast má nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni hérna og einnig syrpa hjá Halldóri Nikulássyni hérna. Bráðabirgða skorblað og tækjalisti er hérna, en eftir á að umreikna tommurnar í mm. Athugið að skjalið er tvær blaðsíður. /gkg
|
|
Laugardagur, 04. maí 2013 16:51 |
Þá er fyrri degi lokið á Vormóti SR í Bench Rest skofimi með rifflum á 200 metra færi. Á morgun verður svo keppt á 300 metra færinu. Keppt er með s.k. Heavy Varmint riffllum í grúppu. Eftir daginn er Íslandsmeistarinn Valdimar Long efstur með meðal grúppu 0,3657, annar er Hjörleifur Hilmarsson með 0,4410 og þriðji Bergur Arthursson með 0,4872. Skoða má skorin nánar hérna. Myndir sem Halldór Nikulásson tók eru hérna. /gkg
|
Föstudagur, 03. maí 2013 10:06 |
Athugið að skotskýlið á Álfsnesi er lokað laugardaginn 4. maí milli kl 10:00 og 14:00 vegna Vormóts SR í Benchrest. Almenn opnun í skotskýlinu er frá 14:00 til 18:00. Skeetvellir félagsins eru opnir frá 10:00 til 18:00.
|
Þriðjudagur, 30. apríl 2013 19:56 |
Fimmtudaginn 2.maí verður Christensen-mótið haldið í Egilshöllinni. Keppendur geta hafið keppni á tímabilinu frá kl.16:00 til 20:00. Keppt er í opnum flokki í loftriffli og loftskammbyssu, 60 skot. Við hvetjum alla til að mæta. Christensen fjölskyldan gefur verðlaun til minningar um Hans P. Christensen sem lést um aldur fram 18.febrúar 1997. Hann var mikill SR maður og var jafnvígur á allar byssur. Hann var ritari stjórnar er hann lést af slysförum á Nýja-Sjálandi. /gkg
|
Þriðjudagur, 30. apríl 2013 16:43 |
Fyrsta landsmót STÍ í skeet-haglabyssu þetta tímabilið var haldið í Hafnarfirði um helgina. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu STÍ. Íslandsmeistarinn okkar frá 2012 hún Dagný H. Hinriksdóttir vann í kvennaflokki. Í karlaflokki áttum við 4 keppendur og náði þar Guðmundur Pálsson 6.sæti með 94+8 stig í final. Kjartan Örn Kjartansson varð áttundi með 77 stig, Sigtryggur A. Karlsson og Karl F. Karlsson urðu jafnir í 10.-11.sæti með 65 stig. /gkg
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 179 af 296 |