|
Miðvikudagur, 10. júlí 2013 10:19 |
|
Ásgeir lauk keppni í Granada í 23.sæti af 84 keppendum, og kemst ekki í átta manna úrslit. Skorið var fínt, 575 stig (96-97-98-97-93-94). Á sama tíma hófu haglabyssumenn keppni og áttu bæði Ellert 23+24 og Hákon 23+23 fínt start. Þeir klára 3 hringi í dag og svo tvo á morgun.
|
|
|
Sunnudagur, 07. júlí 2013 16:20 |
|
Að lokinni keppni í skotgreinunum voru lið Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR og Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK jöfn með 79 stig hvort samband. ÍBR fékk 19 stig í skeet, 12 stig í enskum riffli og 48 stig útúr loftgreinunum. UMSK fékk ekkert stig í skeet, 32 stig í enskum riffli og 47 stig í loftgreinunum. Liðin skiptu því með sér gullinu og hutu bæði eignarbikar.
|
|
Laugardagur, 06. júlí 2013 09:44 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson komst örugglega áfram í aðalkeppnina á heimsbikarmótinu í Granada á Spáni. Hann keppti í fyrri riðlinum í morgun, í Frjálsri skammbyssu og endaði með fínt skor, 94 95 93 88 92 90 eða alls 552 stig. Aðalkeppnin er svo á morgun
|
|
Föstudagur, 05. júlí 2013 19:05 |
|
 Ellert Aðalsteinsson úr SR sigraði í haglabyssugreininni SKEET á Landsmóti UMFÍ í dag. Í þriðja sæti varð annar SR-ingur, Stefán Gísli Örlygsson og Karl F.Karlsson varð í tíunda sæti. Þeir kepptu allir fyrir ÍBR, Íþróttabandalag Reykjavíkur og höluðu inn 19 stigum í liðakeppninni. Nánari úrslit hér til hliðar. Keppni í enskum riffli, sem halda átti á morgun, hefur verið flutt til Kópavogs vegna veðurs og hefst kl.10:00 í Digranesi. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á heimasíðu Skotfélags Kópavogs.
|
|
Þriðjudagur, 02. júlí 2013 17:13 |
|
Heimsbikarmótið í Granada á Spáni er nú að hefjast. Í fyrramálið heldur Ásgeir Sigurgeirsson utan en hann keppir í Frjálsri skammbyssu á laugardag og sunnudag. Á miðvikudaginn keppir hann svo í loftskammbyssu. Hákon Þ.Svavarsson og Ellert Aðalsteinsson fljúga svo út á sunnudaginn og keppa í skeet á miðvikudag og fimmtudag. Hægt verður að fylgjast með keppni þeirra á heimasíðu ISSF hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 173 af 298 |