Fimmtudagur, 30. maí 2013 18:48 |
Keppni í loftskammbyssu hefst á morgun á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg. Kvennakeppnin hefst kl.08:00 að okkar tíma og karlar hefja leik kl.12:00. Í kvennaflokki keppa Kristína Sigurðardóttir og Jórunn Harðardóttir en í karlaflokki Ásgeir Sigurgeirsson og Thomas Viderö. Hægt verður að fylgjast með á þessari síðu.
|
|
Miðvikudagur, 29. maí 2013 21:15 |
Herrifflakeppni félagsins verður haldin á sunnudaginn kemur, 2.júní, á svæði félagsins í Álfsnesi. Skotið verður á 100+300 metrum og verðlaun veitt fyrir hvort færi. Nánari upplýsingar á bls.2 í viðburðaskjali Mæting er kl.10:30 og hefst keppnin svo uppúr kl.11:00. Skráning á staðnum. Um framkvæmd mótsins sjá þeir Jói Vilhjálms, Eiríkur Björns og Kristmundur Skarp. Steinar Einarssson er svo yfirdómari.
|
Miðvikudagur, 29. maí 2013 17:32 |
Riðlaskipting Landsmóts STÍ í skeet sem haldið verður á svæði okkar á Álfsnesi um helgina er komin hérna. Alls eru 24 keppendur skráðir til leiks og þar af eru 5 konur að taka þátt.
|
Miðvikudagur, 29. maí 2013 16:23 |
 Guðmundur Helgi Christensen fékk bronsverðlaun í loftriffli á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg rétt í þessu. Skorið hjá honum endaði í 588,3 + 172,5 í final.
|
Miðvikudagur, 29. maí 2013 09:05 |
 Stelpurnar okkar voru að ljúka keppni í loftrifflinum og komust þær báðar í úrslit. Íris E.Einarsdóttir bætti um betur og setti nýtt Íslandsmet, 398,0 stig! Jórunn Harðardóttir skaut 394,8 stig. Þær urðu í 5. og 6.sæti í undankeppninni. Átta efstu komast áfram í finalinn þar sem skotinn er bráðabani og þar getur allt gerst. Finallinn hefst kl.10:30 að okkar tíma og má fylgjast með honum hérna. Í úrslitunum endaði Íris svo í fimmta sæti og Jórunn í því sjöunda. Annars mjög fínn árangur hjá þeim báðum og framar vonum. Engu munaði að Íris kæmist ofar því hún lenti í að taka bráðabana um að halda áfram í fjórða sæti en missti skot útí níu sem kostaði hana sætið.
|
Þriðjudagur, 28. maí 2013 22:48 |
Þá er komið að loftriffilkeppninni á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg. Keppni hefst í fyrramálið kl.08:00 að okkar tíma og verður hægt að fylgjast með hérna. Guðmundur Helgi Christensen keppir í karlaflokki og þær Jórunn Harðardóttir og Íris Eva Einarsdóttir í kvennaflokki. LIVE
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 175 af 296 |