|
Þriðjudagur, 11. júní 2013 15:49 |
|
Það verður lokað á Álfsnesi vegna veðurs í dag, vindhraði er 14-22m/sek og ekkert útlit fyrir að gangi niður fyrr en í nótt.
|
|
Þriðjudagur, 11. júní 2013 14:27 |
|
Nú líður að lokum próftíma hjá hreindýraskyttum þetta árið. Allir sem fengu úthlutun skulu hafa lokið prófi fyrir 1.júlí n.k. Félagið mun auka próftíma frá og með næstu viku og prófa þá mánudaga til fimmtudaga kl.10 til 14. Allar upplýsingar um prófin eru hérna.
|
|
Þriðjudagur, 11. júní 2013 11:38 |
|
CZ cal.22lr mótinu frestað til 25.júní
|
|
Sunnudagur, 09. júní 2013 23:16 |
|
 Á landsmóti STÍ í Frjálsri skammbyssu á Álfsnesi í dag sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 549 stig, Tómas Viderö varð annar með 515 stig og Jórunn Harðadóttir varð þriðja með 509 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur setti nýtt Íslandsmet 1,549 stig en sveitina skipuðu þau Ásgeir og Jórunn ásamt Karli Kristinssyni sem var með 491 stig.
|
|
Föstudagur, 07. júní 2013 19:08 |
|
Keppnisæfing vegna landsmóts STÍ í frjálsri skammbyssu verður kl.15-17 á morgun laugardag.
|