|
Laugardagur, 06. júní 2015 08:54 |
|
3.júní. Keppni er lokið í loftskammbyssu karla í Íþróttahúsinu Hátúni en þar stóð Monacobúinn, Boris Jeremenko uppi sem sigurvegari. Jeremenko tókst að komast upp fyrir Ívar Ragnarsson á síðustu skotunum en Ívar hafði verið í forystu megnið af lokakeppninni. Jeremenko skoraði 193,6 stig í lokakeppninni en Ívar 190.7. ívar hreppti því annað sætið í greininni en Thomas Viderö varð í þriðja sæti með 171,7 stig.
|
|
|
Laugardagur, 06. júní 2015 08:52 |
|
3.júní. Loftskammbyssukeppni kvenna var spennandi í dag. Jórunn Harðardóttir sótti í sig veðrið seinni hluta úrslitakeppninnar og endaði að lokum með silfrið með 188,5 stig en Sylvie Schmit frá Luxemborg vann gullið með 191,8 stig. Bronsið féll í hlut Carine Canestrelli frá Mónakó. Guðrún Hafberg keppti einnig fyrir okkur en komst ekki í úrslit að þessu sinni. Guðrún er elsti keppandi leikanna en hún varð sextug á árinu.
|
|
Laugardagur, 06. júní 2015 08:50 |
|
4.júní. Eric Lanza frá Monaco sigraði í 50metra riffli á Smáþjóðaleikunum með 205 stigum í lokakeppninni (Final) Jón Þór Sigurðsson varð í 2. sæti, einungis einu og hálfu stigi á eftir Lanza. Þriðja sætið féll Íslendingum einnig í skaut en því náði Guðmundur Helgi Christensen með 182,4 stig.
|
|
Þriðjudagur, 02. júní 2015 18:50 |
|
Til hamingju með daginn !
|
|
Sunnudagur, 31. maí 2015 15:51 |
|
Á aðalfundinum kom það helst fram í skýrslu stjórnar að mestur tími og fjármagn hefur farið í að undirbúa Smáþjóðaleikana, sem fram fara dagana 1. til 6. júni. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra aðalfundi - og samþykkt var að hækka árgjaldið í 20þúsund, en árgjaldið hefur verið óbreytt í uþb 14 ár. Fram kom í skýrslu stjórnar að eftir Smáþjóðaleikana verður farið í áframhaldandi framkvæmdir á riffil- og haglasvæði félagsin. M.a. er stefnt á að koma upp Sporting og Nordisk Trap og lagfæra ýmsa hluti á riffilvellinum, m.a. að kom upp ljósabúnaði á 100 metra battanum. Verið er að senda út félagsgjöldin þessa dagana og vonar stjórn félagsins að vel verði tekið í þessa hækkun félagsgjalda, enda næg verkefni framundan - eins og áður sagði á útsvæðinu á Álfsnesinu, sem þarf að fjármagna. Rétta er að minna á - að allar þær frakvæmdir sem farið hafa fram vegna Smáþjóðaleikana munu nýtast félagsmönnum til framtíðar í nýjum og bættum búnaði ásamt aðstöðunni sem hefur fengið andlitslyftingu undanfarið.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 122 af 299 |