|
Laugardagur, 18. apríl 2015 15:27 |
|
 Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu er lokið og varð Grétar Mar Axelsson úr SA Íslandsmeistari með 533 stig, Jón Þ.Sigurðsson úr SFK varð annar með 509 stig og Karl Kristinsson þriðji með 508 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Akureyrar með 1,460 stig, í öðru sæti varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,456 stig og í þriðja sæti hafnaði B-sveit Skotfélags Kópavogs með 1,437 stig.
|
|
|
Miðvikudagur, 15. apríl 2015 11:25 |
|
Riðlaskipting Íslandsmótsins í Staðlaðri skammbyssu sem haldið verður í Egilshöllinni á laugardaginn 18.apríl er komin hérna. Alls eru 17 keppendur skráðir til leiks. Keppnisæfing er á föstudaginn kl.18:00 - 19:30

|
|
Sunnudagur, 12. apríl 2015 08:52 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson lauk í nótt keppni í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í Changwon í S-Kóreu. Hann endaði 15.-23.sæti með 579 stig en 581 stig þurfti til að ná inn í átta manna úrslit.
|
|
Föstudagur, 10. apríl 2015 13:13 |
|
Vegna slæmrar verðurspár verður lokað á skotsvæðinu á Álfsnesi á morgun laugardag en samkvæmt heimild í starfsleyfi flytjum við opnunina fram á SUNNUDAG kl.12-18
|
|
Föstudagur, 10. apríl 2015 07:24 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson var að ljúka undankeppninni í frjálsri skammbyssu í Kóreu. Hann flaug áfram í aðalkeppnina með fínu skori, 560 stig. Þess má geta að Íslandsmet hans er 565 stig. Aðalkeppnin fer svo fram á morgun.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 127 af 299 |