Nýtt Íslandsmet og silfur hjá Erni í skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 06. júní 2015 09:02

2015gsseskeet1232015gsseskeetorn12015gsseskeetorn22015gsseskeetorn35.júní. Keppni í Skeet á Smáþjóðaleikunum lauk í Álfsnesi í dag eftir harða keppni milli Arnar Valdimarssonar, Skotfélagi Reykjavíkur og Georgios Kazakos frá Kýpur þar sem kýpverjinn hafði betur á lokaskotunum. Örn varð því að sætta sig við 2. sætið að þessu sinni en ekki skemmdi það fyrir að hann setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í forkeppninni þar sem hann skaut 121 dúfur. Landi Kazakos, kýpverjinn Stefanos Nikolidis setti nýtt Smáþjóðaleikamet þegar hann skaut 123 dúfur í forkeppninni en Nikolidis varð að sætta sig við 3. sætið í lokakeppninni. Myndir:jak

AddThis Social Bookmark Button