Laugardagur, 13. febrúar 2016 20:01 |
 Á landsmóti STÍ í riffilskotfimi 50m liggjandi sem haldið var í Digranesi í Kópavogi í dag, sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur í karlaflokki með 613,7 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 612,3 stig og í 3ja sæti varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 607,2 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.796,6 stig en sveitina skipuðu ásamt Guðmundi Helga þeir Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.787,3 stig en sveitina skipuðu ásamt Vali þeir Guðmundur Valdimarsson og Ívar Már Valsson. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 611,4 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 609,6 stig og í þriðja sæti varð Margrét Linda Alfreðsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 534,7 stig. Skotíþróttafélag Kópavogs var með skráða kvennasveit og setti sveitin nýtt Íslandsmet, 1.666,2 stig en sveitin var skipuð þeim Báru, Margréti og Guðrúnu Hafberg.
|
|
Fimmtudagur, 11. febrúar 2016 21:04 |
Þríþraut í riffli hefst kl.10:00 á sunnudaginn í Egilshöllinni.
|
Miðvikudagur, 03. febrúar 2016 15:36 |
 Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur ásamt Báru Einarsdóttur og Guðrúnu Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs keppa í loftskammbyssu á alþjóðlegu móti í Hollandi dagana 4.-6.febrúar. Hægt verður að fylgjast með þeim í gegnum heimasíðu mótsins hérna.
|
Sunnudagur, 31. janúar 2016 09:32 |
Ásgeir hafnaði í 24.sæti í seinna mótinu í München með 576 stig ( 96 96 94 94 99 97 ) og þurfti einnig í þessu móti að ná a.m.k. 581 stig til að eiga möguleika á að komast í úrslit.
|
Föstudagur, 29. janúar 2016 10:00 |
Þá er fyrra mótinu lokið í Þýskalandi og lenti Ásgeir í 45.sæti af 87 keppendum með 572 stig. Til að komast í úrslit þurfti 581 stig að þessu sinni.
|
Fimmtudagur, 28. janúar 2016 20:28 |
Ásgeir Sigurgeirsson er nú staddur í München í Þýskalandi og tekur þar þátt í einu sterkasta móti ársins og er fínn undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Ungverjalandi seinni partinn í febrúar. Hann keppir á morgun kl.08:00 og á laugardaginn kl. 10:00. Ef vel gengur þá eru finalarnir kl.10:30 á morgun og kl.11:00 á laugardaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. Hann keppti á þessum mótum í fyrra og náði bronsinu í seinna mótinu og endaði í áttunda sæti í því fyrra en komst í úrslit í þeim báðum.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 108 af 296 |