Laugardagur, 05. mars 2016 16:23 |
Úrslit landsmóts STÍ loftbyssugreinunum í Egilshöllinni í dag.

|
|
Miðvikudagur, 02. mars 2016 18:53 |
Heimsbikarmót Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF, er hafið í Bangkok í Thaílandi. Ásgeir Sigurgeirsson keppir í Frjálsri skammbyssu (50m Pistol Men) á föstudaginn og síðan á laugardaginn í Loftskammbyssu (10m Air Pistol Men). Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu keppninnar hérna.
UPPFÆRT: Ásgeir endaði í 34.sæti í Frjálsu skammbyssunni með 539 stig (91-85-89-95-89-90)
UPPFÆRT: Ásgeir hafnaði í 12.sæti í Loftskammbyssunni með 576 stig (97-93-99-97-95-95) en 579 stig þurfti til að komast í úrslit að þessu sinni.
|
Miðvikudagur, 02. mars 2016 18:47 |
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum verður haldið í Egilshöllinni á laugardaginn. Riðlaskiptingin er komin hérna. Keppnisæfing er kl.18-20 á föstudag.
|
Laugardagur, 27. febrúar 2016 09:43 |
 Jórunn Harðardóttir keppti í Loftskammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Hún hafnaði í 38.sæti en keppendur voru 75 talsins. Skorið hjá henni var fínt 93-96-92-91 eða alls 372 stig, en Íslandsmet hennar er 374 stig. Til að komast í úrslit þurfti 380 stig. Jórunn keppir svo ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni í parakeppni síðar í dag.
|
Föstudagur, 26. febrúar 2016 16:15 |
 Ásgeir Sigurgeirsson keppti á Evrópumeistaramótinu í Loftskammbyssu í dag. Skorið var 94-98-93-96-96-98 eða 575 stig alls. Hann endar í 19.sæti en keppendur voru 84. Til að komast í átta manna úrslit þurfti að skora 579 stig að þessu sinni.
|
Fimmtudagur, 25. febrúar 2016 10:57 |
 Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum stendur nú yfir í Györ í Ungverjalandi. Við eigum þar tvo keppendur, þau Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunni Harðardóttur en þau keppa bæði í loftskammbyssu. Ásgeir keppir á morgun föstudag og Jórunn á laugardaginn. Auk þess munu þau keppa í parakeppni á laugardeginum. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu Skotsambands Evrópu, ESC.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 105 af 294 |