Örn sigraði á Áramótinu í skeet Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. janúar 2017 09:30

2017aramotskeet1232017aramotskeet7jan2017aramotskeet7jankonurÁramót félagsins í haglabyssugreininni Skeet var haldið um helgina. Keppt var eftir forgjafarkerfi félagsins. Örn Valdimarsson sigraði með 67 stig af 75 mögulegum en hann nýtur engrar forgjafar þar sem hann er í meistaraflokki. Annar varð unglingurinn Marinó Eggertsson 61+6=67 stig en hann er í 2.flokki og fær við það tvö stig í forgjöf í hverjum hring eða alls 6 stig í þremur hringjum. Þeir voru því jafnir eftir aðalkeppnina og skutu síðan bráðabana um gullið þar sem reynsluboltinn hafði betur. Í þriðja sæti varð Aðalsteinn Svavarsson með 57+6=63 stig.

AddThis Social Bookmark Button