Sumarmótið í Skeet á Álfsnesi í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 24. apríl 2021 17:20

2021 skeet sumarmot 24apr 1232021 skeet sumarmot 24apr urslitSumarmótið í Skeet fór fram á Álfsensi í dag. Keppt var í opnum flokki og skotnar 75 dúfur og svo final í lokin. Jakob Þ. Leifsson úr SFS sigraði með 45 stig (65), í öðru sæti varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 42 stig (54) og í þriðja sæti varð Marinó Eggertsson úr SÍH með 32 stig (54).

AddThis Social Bookmark Button
 
Loftbyssumótinu lokið í Egilshöllinni Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 24. apríl 2021 16:02

2021 arjrkv 12 24ap
2021 ap60 lmot24 24apr allir_page_12021 ar60 lmot 24apr allir_page_12021 apjrkv 123 24ap

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var loks haldið í dag í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt var bæði í loftskammbyssu og loftriffli. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 521 stig og í þriðja sæti varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 511 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr SA með 520 stig, annar varð Ingvar Bremnes úr SÍ með 519 stig og í þriðja sæti Hannes H. Gilbert úr SFK með 498 stig. Í stúlknaflokki sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 498 stig, önnur varð Bryndís A. Magnúsdóttir úr SA með 464 stig og í þriðja sæti varð Sesselja Þórðardóttir úr SA með 371 stig.

Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 587,8 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr SR með 559,8 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 521,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 571,2 stig. Í stúlknaflokki sigraði Hafdís R. Heiðarsdóttir úr SA  með 500,5 stig og í öðru sæti Klaudia A. Jablonska úr SA með 456,9 stig.

 Nánar á síðu STÍ 

AddThis Social Bookmark Button
 
Sumarmótið í skeet á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 22. apríl 2021 09:35

skyttur 1900 001Laugardaginn 24 april ætlum við að halda Sumarmótið í skeet á Álfsnesi. Skotnar verða allaveganna 75 dúfur og mæting er kl 9:30. Skráning fer fram á staðnum og er mótagjald 3500 kr. Allir velkomnir að koma og taka þátt og hlökkum til að sjá ykkur

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Egilshöllinni á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 21. apríl 2021 15:33

jorunn helgi 171112Landsmót í loftbyssugreinunum verður haldið í Egilshöllinni á laugardaginn. Riðlaskiptingin er hérna.

Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni á þessari slóð.

AddThis Social Bookmark Button
 
Nýjar COVID reglur STÍ Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 15. apríl 2021 18:42

STÍ birti nýjar COVID reglur í dag og eru þær hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Opið á laugardag á Álfsnesi og á mánudag í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 14. apríl 2021 15:13

Við opnum á laugardaginn á Álfsnesi og í Egilshöll á mánudaginn.

 

Til sambandsaðila ÍSÍ
Reykjavík,  14. apríl 2021

Ágætu félagar!
Heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út nýja reglugerð sem tekur gildi 15. apríl og gildir til 5. maí nk.
Með henni eru gerðar verulegar tilslakanir á íþróttastarfi á ný og verður aftur opnað fyrir starfsemi sundstaða og líkamsræktarstöðva, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Helstu breytingar í reglugerð heilbrigðisráðherra sem snerta íþróttastarfið eru eftirfarandi:
• Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna verða heimilar og hámarksfjöldi þátttakenda miðast við 50 manns í rými. Heimilt verður að hafa allt að 100 áhorfendur á íþróttaviðburðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem lúta að skráningu, eins meters nándarmörkum á milli ótengdra aðila og grímuskyldu. Einungis er heimilt að hafa tvö sótthólf fyrir að hámarki 100 áhorfendur í hvoru hólfi, á íþróttaviðburðum.
• Sund- og baðstaðir mega opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 eða síðar telja ekki með í hámarksfjölda.
• Líkamsræktarstöðvar mega opna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. um sótthreinsun, skráningu í tíma, hólfun og 20 manna hámarksfjölda.
• Skíðasvæði mega opna fyrir 50% af hámarksfjölda gesta en þar verður að gæta að tveggja metra lágmarksfjarlægð og nota grímur sé ekki hægt að tryggja hana.
• Opinberir staðir mega taka á móti gestum, en hámarksfjöldi í rými er 20. Gæta þarf að tveggja metra lágmarksfjarlægð og nota grímur sé ekki hægt að tryggja hana.
Sjá frétt á vef heilbrigðisráðuneytis.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra, sem gildir til 5. maí 2021.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 Næsta > Síðasta >>

Síða 39 af 294

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing