Laugardagur, 24. júlí 2021 05:25 |
Ásgeir Sigurgeirsson hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Tókýo. Hann hafnaði í 28.sæti af 36 keppendum með 570 stig (95 98 91 92 97 97) en til að komast í 8 manna úrslit þurfti 578 stig. Hann átti þarna slæma þriðju og fjórðu seríu þar sem hann fékk 3x áttur og 11x níur sem drógu hann verulega niður. Annars bara vel gert og þjóðinni til sóma einsog ávallt.
|
|
Föstudagur, 23. júlí 2021 08:49 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppir í loftskammbyssu á Ólympíuleikunum í Tokyo á morgun, laugardag. Undankeppnin hefst kl. 04:00 að íslenskum tíma (13:00-14:15 á Tokyo tíma) Úrslitin hefjast svo kl. 06:30 (15:30 á Tokyo tíma). RÚV sýnir beint frá úrslitunum og hefst útsending RÚV kl. 06:20 https://www.ruv.is/vidburdir/ol-2020-skotfimi-karla
Í undankeppninni er skotið 60 skotum á skotmark á 10 metra færi. Átta efstu komast í úrslit þar sem skotið er með útsláttarfyrirkomulagi þannig að eftir 12 skot fellur áttundi maður út, eftir 14 skot fellur sjöundi út og svo koll af kolli þar til gullinu er landað. Nánar á www.sti.is
|
Miðvikudagur, 14. júlí 2021 07:58 |
Forseti íslands Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrú Eliza Jean Reid buðu Ólympíuförum og formönnum þeirra sambanda í móttöku til Bessastaða til hvatningar fyrir leikana sem hefjast 24 júlí næstkomandi. Ásgeir Sigurgeirsson keppir fyrstur Íslendinga þann 24. í Loftskammbyssu.
|
Föstudagur, 09. júlí 2021 17:55 |
Hreindýraprófum er að mestu lokið - almenn opnun á Álfsnesi er þvi í gidi...
|
Föstudagur, 25. júní 2021 10:59 |
Hægt er að taka hreindýrapróf á morgun, laugardag, frá kl.10 til 16. Prófdómarar verða á staðnum. Eftir helgi verður prófað mánudag,þriðjudag og miðvikudag kl.10-19, en svæðið verður einnig opið til æfinga sömu daga frá kl.12
|
Þriðjudagur, 22. júní 2021 21:56 |
Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur, hefur unnið sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó í loftskammbyssukeppni karla.
Alþjóðaskotíþróttasambandið hefur lokið úthlutun á kvótasætum og hlaut Ísland kvótapláss í loftskammbyssukeppni karla. Ásgeir hefur áður keppt á leikunum en hann keppti á Ólympíuleikunum í London 2012, þá bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu. Keppt verður í greininni fyrsta keppnisdag leikanna, laugardaginn 24. júlí og verður Ásgeir því, að öllum líkindum, sá fyrsti úr íslenska hópnum til að keppa Ólympíuleikunum í Tókýó.
Anton Sveinn Mckee hefur náð Ólympíulágmarki í 200m bringusundi og auk hans mun að lágmarki ein íslensk kona keppa í sundi. Í frjálsíþróttum mun Ísland eiga að lágmarki einn keppanda, en væntanlega mun fleira frjálsíþróttafólk fá keppnisrétt á leikana.
Í mörgum íþróttagreinum er tækifæri fram að 29. júní til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum, auk þess sem að alþjóðasérsambönd eru að endurúthluta kvótasætum samkvæmt stöðu á heimslistum. Alþjóðasérsamböndin gefa út endanlega lista í byrjun júlí. Endanlegur fjöldi keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó og jafnframt nafnalisti keppenda verður því ekki tilbúinn fyrr en í fyrstu viku júlí mánaðar.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 34 af 294 |