|
Laugardagur, 20. október 2012 18:13 |
|
Nú um helgina fer fram Íslandsmótið í Bench Rest rifflum á 100 og 200 metra færum. Keppt er í HV flokki í "Score" og ræður samanlagður árangur manna á báðum færum úrslitum. Eftir fyrri daginn er Kjartan Friðriksson úr SR efstur með 250/17x en fast á hæla hans eru Bergur Arthursson SR og Sigurður Hallgrímsson SR, báðir með 250/16x. Á morgun sunnudag er skotið á 200 metra færi og hefst keppni kl.12:00.
|
|
Mánudagur, 15. október 2012 23:12 |
|
Öryggisveggirnir milli haglavallanna á Álfsnesi eru að rísa. Smíðagengið er að vinna í þeim þessa dagana þannig að nú styttist í að þetta verk klárist.
|
|
Fimmtudagur, 11. október 2012 18:18 |
|
Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, lagði í dag fram fumvarpið um ný Vopnalög. Fylgjast má með málinu á þessari slóð. Því var vísað til Allsherjar-og menntamálanefndar.
|
|
Fimmtudagur, 11. október 2012 14:06 |
|
Þá er mótaskrá STÍ fyrir kúlugreinarnar komin út. Fyrsta mót vetrarins verður Landsmót í Loftgreinunum sem verður haldið í Egilshöllinni laugardaginn 17.nóvember n.k. Skoða má mótaskrána nánar á heimasíðu Skotíþróttasambands Ísland: http://sti.is/
|