|
Laugardagur, 10. nóvember 2012 12:57 |
|
Við urðum að loka á Álfsnesi í dag vegna veðurs.
|
|
|
Laugardagur, 03. nóvember 2012 14:11 |
|
Einsog sjá mámeðfylgjandi myndum varð þó nokkuð tjón á okkar svæði í óveðrinu.Öryggisveggirnir voru tilbúnir fyrir steypu og því ljóst að nokkur töf verður á að þeir klárist eftir þetta. Hlerar á tveimur húsum fuku af en ekkert tjón virðist hafa orðið af þeirra völdum. Á riffilvellinum tættust battarnir á 25 og 50 metrunum. Á 300metra battanum hvarf allt tex af en önnur færi sluppu.
|
|
Föstudagur, 02. nóvember 2012 14:21 |
 Umsögn stjórnar Skotfélags Reykjavíkur um Vopnalagafrumvarp Innanríkisráðherra hefur borist Allsherjarnefnd Alþingis og verður aðgengileg á vef nefndarinnar innan skamms. Eins hefur Skotíþróttasamband íslands sent inn umsögn. Umsögn félagsins er hér að neðan :
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis
Athugasemdir við 183.mál lagafrumvarp um Vopn,sprengiefni og skotelda.
Reykjavík, 30.október 2012
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur fagnar framkomnu lagafrumvarpi og telur það vera til
|
|
Nánar...
|
|
Föstudagur, 02. nóvember 2012 09:35 |
|
Lokað verður á Álfsnesi á morgun, laugardag vegna óveðurs. Við ætlum hinsvegar að nýta okkur ákvæði í starfsleyfinu og hafa opið á sunnudaginn kl. 13-16 !!
|
|
Miðvikudagur, 31. október 2012 13:16 |
|
Stjórn félagsins sendi í morgun bréf til Allsherjarnefndar Alþingis sem inniheldur athugasemdir okkar við Vopnalagafrumvarp Innanríkisráðherra. Slóðin á heimasíðu nefndarinnar er hérna. Við gerðum athugasemdir við 2.greinina um safnaravopn, við 6. og 10.greinarnar um íþróttabyssur, við 19.greinina um hámarksfjölda byssa og við 23.greinina um sölu vopna og um hljóðdeyfa. Hægt verður að nálgast umsögnina á ofangreindri heimasíðu innan fárra daga.
|
|
Sunnudagur, 28. október 2012 20:56 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson landsliðsmaður í skotfimi hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins," Groß und Kleinkaliberschießen Hannover". Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við "Groß und Kleinkaliberschießen Hannover" í annari deild þar sem að það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer 1.
|
|
Nánar...
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 197 af 298 |