Ásgeir náði frábærum árangri á ÓL í London Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 29. júlí 2012 08:09
Ásgeir náði frábærum árangri í loftskammbyssu á ÓL í London í gær. Hann endaði í 14.sæti af 43 keppendum, með 580 stig, aðeins 3 stigum frá sæti í úrslitum ! Hann er greinilega í hörkuformi og verður spennandi að fylgjast með honum í frjálsu skammbyssunni á laugardaginn.
AddThis Social Bookmark Button
 
Nýjar innréttingar í skotskýlinu á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 24. júlí 2012 09:54

Bergur Arthúrsson og Valdimar Long tóku sig til, hönnuðu, smíðuðu og settu upp ný borð og hillur í skotskýlið. Glæsileg smíði og fallegur frágangur. Jóhannes Kristjánsson aðstoðaði þá við lokafrágang. Þessi vinna var unnin í sjálfboðavinnu sem segir okkur að allar fréttir um að sjálfboðastarfið í félaginu sé dautt - séu stórlega ýktar.  

Stjórn félagsins þakkar frábært framlag !

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Minningarmót um Jónas Hallgrímsson í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 22. júlí 2012 20:14

Hjörfleifur Hilmarsson sigraði á Minningarmótinu um Jónas Hallgrímsson 22. júlí sl. Í öðru sæti var Kjartan Friðriksson, Arnfinnur Jónsson í því þriðja og loks Sigurður hallgrímsson í fjórða sæti. Skotið var á 100 og 200 metrum (grúbbur) í suðaustan roki og rigningu. Athugið að vegna mistaka við útreikning úrslitana á mótsstað var búið að tilkynna önnur úrslit og leiðréttist það hér með.

Hér er hægt að nálgast úrslitin.

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Hreindýra fréttir á Twitter Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 18. júlí 2012 13:51

Hægt er að fylgjast með fréttum af hreindýraveiðunum á Twitter síðu Umhverfisstofnunar hérna.

ljosar07_gkg5397 tarfur 01

AddThis Social Bookmark Button
 
Statistik í skeet komin út hjá STÍ Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 18. júlí 2012 13:45

Á heimasíðu Skotíþróttasambandsins eru nú komnir uppfærðir listar , annars vegar skorlistinn og hins vegar staðan til Bikarmeistara STÍ. Kíkið á fréttir á www.sti.is en þar eru linkar á listana í frétt dagsins.

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Silúettu mótið 11.júlí Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 16. júlí 2012 12:35

 2012 siluetta 11 juli p7110049Á Silúettumótinu sem haldið var 11.júlí s.l. sigraði Pétur Fannar Sævarsson með 38 stig, annar varð Ármann Guðmundsson með 34 stig og í þriðja sæti varð svo Oddur arnbergsson með 32 stig.

2012 siluetta riffill 11 juli sr 

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>

Síða 194 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing