|
Laugardagur, 03. janúar 2015 16:28 |
|
Þessa dagana eru tveir af bestu riffilskotmönnum í heiminum í dag í heimsókn á Íslandi. Þetta eru Ítalska parið Niccolo Campriani (f.1987) og Petra Zublasing (f.1989). Þau eru hér í einkaerindum við náttúruskoðun og afslöppun. Þau hafa þegar tryggt sér sæti á næstu Ólympíuleikum í Brasilíu. Niccolo vann gullið á Ólympíuleikunum í London 2012 ásamt því að hafa unnið heimsbikarúrslitin nú í haust. Hann er sem stendur í 4.sæti á heimslistanum í tveimur greinum, þrístöðu og loftriffli. Petra varð heimsmeistari í þrístöðu riffli á heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni í september s.l. Hún á einnig heimsmetið með úrslitum í þrístöðu riffli. Petra er í öðru sæti á heimslistanum í tveimur greinum, þrístöðuriffli og loftriffli. Þau skoðuðu aðstöðu félagsins í Egilshöllinni í morgun ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni og leist ákaflega vel á það sem í boði er, enda búnaðurinn með þeim besta sem völ er á í dag. Kæmi ekki á óvart þó við sæjum þau aftur hér í heimsókn og þá með rifflana sína meðferðis.
|
|
|
Miðvikudagur, 31. desember 2014 15:51 |
|
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur þakkar félagsmönnum og velunnurum félagsins starfið á árinu sem er að líða !
Stjórn félagsins óskar öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári !
|
|
Miðvikudagur, 31. desember 2014 15:02 |
|
 Áramótinu í haglabyssugreininni Skeet er lokið. Skotnir voru 3 hringir eða 75 skífur. Örn Valdimarsson sigraði með 64 stig, Kjartan Örn Kjartansson varð annar með 61 stig og Karl F. Karlsson varð þriðji með 59 stig.
|
|
Miðvikudagur, 31. desember 2014 14:33 |
|
 Áramótinu í riffli er lokið og sigraði Daníel Sigurðsson með 190 stig, Hilmir Valsson varð annar með 187 stig og Hjörtur Stefánsson varð þriðji með 183 stig. Myndir frá mótinu eru hérna.
|
|
Miðvikudagur, 24. desember 2014 13:57 |
|
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins, gleðilegrar hátíðar...
|
|
Þriðjudagur, 23. desember 2014 14:26 |
|
Áramótið í riffli verður haldið á Gamlársdag. Mæting keppenda er kl.10:30. Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200) á 100 og 200 metra færi. 10 skot á hverja skífu (2 skot í hring). Æfingaskot leyfð.
Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur. Gott væri að fá skráningu senda á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
til að sjá
fjöldann sem hefði hug á að mæta.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 136 af 299 |