Ólympíu-og heimsmeistarar í heimsókn Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. janúar 2015 16:28

2015 petraniccoloegilshollimg_3819Þessa dagana eru tveir af bestu riffilskotmönnum í heiminum í dag í heimsókn á Íslandi. Þetta eru Ítalska parið Niccolo Campriani (f.1987) og Petra Zublasing (f.1989). Þau eru hér í einkaerindum við náttúruskoðun og afslöppun. Þau hafa þegar tryggt sér sæti á næstu Ólympíuleikum í Brasilíu. Niccolo vann gullið á Ólympíuleikunum í London 2012 ásamt því að hafa unnið heimsbikarúrslitin nú í haust. Hann er sem stendur í 4.sæti á heimslistanum í tveimur greinum, þrístöðu og loftriffli. Petra varð heimsmeistari í þrístöðu riffli á heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni í september s.l. Hún á einnig heimsmetið með úrslitum í þrístöðu riffli. Petra er í öðru sæti á heimslistanum í tveimur greinum, þrístöðuriffli og loftriffli. Þau skoðuðu aðstöðu félagsins í Egilshöllinni í morgun ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni og leist ákaflega vel á það sem í boði er, enda búnaðurinn með þeim besta sem völ er á í dag. Kæmi ekki á óvart þó við sæjum þau aftur hér í heimsókn og þá með rifflana sína meðferðis.

AddThis Social Bookmark Button