Skotíþróttamenn ársins 2014 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. janúar 2015 21:48

2015 skotmenn arsins 20142015 skotmenn arsins 2014 allirÁ hófi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Félags Íþróttafréttamanna var tilkynnt um val Íþróttamanns Ársins 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson. Jafnframt tilkynntu sérsamböndin um val þeirra á sínum íþróttamönnum.

Skotíþróttakarl Ársins er:  Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis. Hann keppti víða erlendis á liðnu ári. Á Evrópumeistaramótinu í Moskvu í febrúar varð hann í 12.sæti í loftskammbyssu, á heimsbikarmótinu í Peking varð hann í 20.sæti í frjálsri skammbyssu og í 29.sæti í loftskammbyssu. Einnig sigraði hann tvíveigis á alþjóðamótinu InterShoot í Hollandi.
Á heimsbikarmótinu í Munchen endaði hann í 23.sæti í frjálsri skammbyssu og í 37.sæti í loftskammbyssu. Hann hefur þegar tryggt sér sæti á fyrstu Evrópuleikunum sem haldnir verða í Baku í Júní þar sem hann er í 24.sæti í frjálsri skammbyssu og í 28.sæti í loftskammbyssu á styrkleikalista Skotsambands Evrópu, en aðeins 30 bestu skotmenn Evrópu fá keppnisrétt á þeim.
Ásgeir náði Ólympíulágmarki (MQS) í tveimur greinum árinu, í loftskammbyssu 15 sinnum og í frjálsri skammbyssu 6 sinnum.
Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.
Jórunn bætti Íslandsmetið í 60 skotum liggjandi riffli á árinu.
Hún varð Íslandsmeistari ,0sffliggjandi ins komst hlda sem Skotí 60skota liggjandi riffli. Einnig varð hún Reykjavíkurmeistari í Loftskammbyssu.
Hún náði Ólympíulágmarki (MQS) í þremur greinum hérlendis á árinu, í loftskammbyssu 7 sinnum, í loftriffli 6 sinnum og í 60 skotum liggjandi riffli 2 sinnum.

AddThis Social Bookmark Button