|
Mánudagur, 09. febrúar 2015 19:09 |
|
Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöllinni á miðvikudaginn 11.febrúar. Það hefst kl.17. Keppendur geta mætt á bilinu 17 til 19:30 og hafið keppni, eftir því sem pláss er á brautum. Ekki er því um eiginlega riðla að ræða. Keppnisæfing skráðra keppenda verður á morgun þriðjudag kl.19-21.
|
|
|
Sunnudagur, 08. febrúar 2015 12:09 |
|
Í úrslitakeppni þýsku Bundesligunnar sem fram fór um helgina endaði lið Ásgeirs Sigurgeirssonar í 5.sæti en 8 lið komust í úrslitakeppnina. Lið hans, TSV Ötlingen, tapaði sínum leik við Braunschweiger SG með 2:3. Ásgeir vann sinn keppinaut, Evrópumeistarann Oleg Omelchuk frá Úkraínu með 381 stigi gegn 378 en það dugði ekki til því 3 félagar Ásgeirs töpuðu sínum viðureignum og komust því ekki áfram. Nánari úrslit má finna hérna.
|
|
Föstudagur, 06. febrúar 2015 10:27 |
|
Janúar hefti fréttabréfs Smáþjóðaleikanna er komið út og er aðgengilegt hérna.
|
|
Mánudagur, 02. febrúar 2015 19:53 |
|
Þorrakvöldið verður haldið í skotsalnum í Egilshöllinni svo fremi sem næg þátttaka náist. Salurinn opnar kl.18:00 og er reiknað með að því ljúki um kl.22:00. Þorramatur verður á boðstólum frá Veisluþjónustu Múlakaffis. Miðaverð er kr. 4,500 á manninn. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 13.febrúar með tölvupósti á:Â
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
Mánudagur, 02. febrúar 2015 19:43 |
|
Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Egilshöllinni miðvikudaginn 11.febrúar n.k. Skráningar þurfa að berast okkur í síðasta lagi á fimmtudaginn kemur, 5.febrúar. Skráningar þurfa að berast á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
Laugardagur, 31. janúar 2015 15:35 |
|
 Á landsmóti STÍ í liggjandi riffli, sem haldið var í dag í Egilshöllin sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 617,8 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 612,8 stig og þriðji varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 612,5 stig. Í liðakeppni sigraði A-sveit Skotfélags Kópavogs (Arnfinnur A.Jónsson, Jón Þ. Sigurðsson og Stefán E. Jónsson) með 1830,9 stig, önnur varð A-sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar (Valur Richter, Guðmundur Valdimarsson og Ívar M. Valsson) með 1813,2 stig og í þriðja sæti A-sveit SR (Guðmundur Helgi Christensen, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson) með 1798,9 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 610,6 stig og í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,3 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 133 af 299 |